1890

Ísafold, 4. jan., 1890, 17. árg., 2. tbl., forsíða:

Í fjárhagsáætlun landsins 1890 er gert ráð fyrir útgjöldum upp á 440.000 kr. og fara 21.500 í vegabætur. Lesa meira

Ísafold, 8. jan., 1890, 17. árg., 3. tbl., bls. 10.:

Finnur Jónsson svarar grein hr. A.B. um vegagerð á Laxárdalsheiði. Lesa meira

Ísafold, 18. jan., 1890, 17. árg., 6. tbl., bls. 23.:

Hér skrifar “vanur ferðamaður” um þingmannaleiðir eða hæfilegar dagleiðir austan frá Lagarfljóti suður um land til Reykjavíkur og telur hann að hægt sé að komast þessa leið á níu dögum. Lesa meira

Ísafold, 5. feb., 1890, 17. árg., 11. tbl., bls. 42.:

Hér er sagt frá töf á smíði Ölfusárbrúarinnar því verð á járni hefur hækkað mjög mikið og á að doka við og sjá hvort það lækki ekki aftur í verði. Lesa meira

Þjóðólfur, 7. mars 1890, 42. árg., 11. tbl., forsíða:

Hér er sagt frá áliti A. Siwersons vegfræðings varðandi vegagerð hér á landi en hann hefur verið að athuga þau mál. Lesa meira

Ísafold, 15.mars, 1890, 17. árg., 22. tbl., bls. 86.:

Páll Ingimundarson skrifar hér um vegagerð á Þorskafjarðarheiði og er mjög ósáttur. Lesa meira

Ísafold, 9. júlí 1890, 17. árg., 55. tbl., forsíða:

Hér birtist útdráttur úr Landsreikningnum fyrir árið 1889. Lesa meira

Ísafold, 6. ágúst 1890, 17. árg., 63. tbl., forsíða:

Ölfusárbrúin er að leggja af stað frá Englandi á skipi til Eyrarbakka. Hér eru margvíslegar upplýsingar og góð lýsing á því hvernig brúin verður reist. Lesa meira

Ísafold, 9. ágúst 1890, 17. árg., 64. tbl., bls. 254:

Fyrsti ferðavagn á Íslandi hóf göngu sína 2. júní 1890, milli Reykjavíkur og þvottalauganna. Hér er sagt frá fyrsta “strætisvagninum” hér á landi sem reyndist lítið notaður því menn virtust kjósa það heldur að nota vinnukonur sem burðarklára. Lesa meira

Ísafold, 9. ágúst 1890, 17. árg., 64. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur er mjög ósáttur við það hvernig staðið hefur verið að vegagerð í Svínahrauni og í Kömbunum. Hann telur að það verði nú helst til framfara í vegagerðarmálum að fá hingað almennilegan vegameistara sem verði hér að staðaldri og stjórni allri vegagerð á landinu. Í slíkt embætti verði að fá útlendan mann til að byrja með, vel reyndan og þroskaðan.
Lesa meira

Þjóðólfur, 15. ágúst 1890, 42. árg., 38. tbl., bls. 150:

Efnið í “Ölvesárbrúna” er nú komið til landsins og eru stærstu stykkin 6.000 pund að þyngd. Lesa meira

Ísafold, 10. sept. 1890, 17. árg., 73. tbl., bls. 254:

Greinarhöfundur ræðir um póstveginn í Árnessýslu og er ósammála þeirri ákvörðun að leggja veg yfir Flóann. Lesa meira

Ísafold, 27. sept. 1890, 17. árg., 78. tbl., bls. 311:

Hér er sagt frá vegagerð í Reykhólahreppi sem er víst ekkert nýtt því þrátt fyrir framkvæmdir á vegaspottanum í áratugi er hann enn ófær yfirferðar hvenær sem blotnaði. Lesa meira

Ísafold, 11. okt. 1890, 17. árg., 82. tbl., forsíða:

Hér ritar “Vegfarandi” langa og athyglisverða grein um sýsluveginn frá Reykjavík suður með sjó að Vogastapa. Lesa meira

Ísafold, 29. okt. 1890, 17. árg., 87. tbl., bls. 346:

Hér er sagt frá þjóðvegagerð á árinu, m.a. á Mosfellsheiði og í Svínahrauni. Lesa meira

Ísafold, 12. nóv. 1890, 17. árg., 91. tbl., bls. forsíða:

Brynjólfur Jónsson svarar hér grein m.g. og telur fráleitt að leggja þjóðveginn í Árnessýslu um Eyrarbakka eða annars staðar en um Flóann. Lesa meira

Þjóðólfur, 5. des. 1890, 42. árg., 57. tbl., bls. 227:

"Nú er byrjað að draga Ölvesárbrúna, og kom fyrsti sleðinn upp að brúarstæðinu 25. þ. m.”. Lesa meira

Ísafold, 6. des. 1890, 17. árg., 98. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur svarar hér Brynjúlfi Jónssyni og ítrekar fyrri skoðun sína um að þjóðvegurinn yfir Árnessýslu eigi að liggja um Eyrarbakka en ekki um miðjan Flóann. Lesa meira

Ísafold, 10. des. 1890, 17. árg., 99. tbl., bls. 395:

Talsvert af efninu í Ölfusárbrúna hefur nú verið flutt á staðinn. Lesa meira

Þjóðólfur, 19. des 1890, 42. árg., 59. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur segir það heppilegt að Íslendingar skuli ekki hafa eytt meira fé til vegamála, t.d. með lántöku, því þeir hafi þurft að læra af reynslunni hvernig best sé að haga slíkum framkvæmdum. Lesa meira

Ísafold, 31. des. 1890, 17. árg., 104. tbl., forsíða:

Greinarhöfundur nefnir dæmi um að Íslendingar séu nú teknir að vakna til meðvitundar um nytsemi góðra samgangna. Lesa meira

Ísafold, 4. jan., 1890, 17. árg., 2. tbl., forsíða:

Í fjárhagsáætlun landsins 1890 er gert ráð fyrir útgjöldum upp á 440.000 kr. og fara 21.500 í vegabætur. Lesa meira

Ísafold, 8. jan., 1890, 17. árg., 3. tbl., bls. 10.:

Finnur Jónsson svarar grein hr. A.B. um vegagerð á Laxárdalsheiði. Lesa meira

Ísafold, 18. jan., 1890, 17. árg., 6. tbl., bls. 23.:

Hér skrifar “vanur ferðamaður” um þingmannaleiðir eða hæfilegar dagleiðir austan frá Lagarfljóti suður um land til Reykjavíkur og telur hann að hægt sé að komast þessa leið á níu dögum. Lesa meira