1890

Þjóðólfur, 15. ágúst 1890, 42. árg., 38. tbl., bls. 150:

Ölvesárbrúin.
Ölvesárbrúin kom einnig á Mount Park; skipið komst eigi, vegna veðurs, með hana til Eyrarbakka. Sum brúarstykkin kvað vera 2-3 þúsund pund; þau stærstu 6.000 pund, þ. e. lítið viðráðanleg í uppskipun og flutningi. Hér liggur nú seglskip frá kaupm. Guðm. Ísleifssyni á Eyrarbakka, og mun eiga að leita samninga við hann um að flytja brúna á þessu skipi héðan austur á Eyrarbakka.
Þjóðólfur, 29. ágúst 1890, 42. árg., 40. tbl., bls. 158:
Meira en 20 manns hafa nú unnið við “Ölvesárbrúna” í tvo mánuði og eru nú brúarstöplarnir sinn hvoru megin á árbakkanum fullgerðir.

Ölvesárbrúin.
Um vinnuna við brúarstöplana er oss skrifað nú nýlega að austan; "Flestir verkamenn við Ölvesárbrúna hættir vinnu; bjuggust við vinnunni miklu lengur; stóð á ýmsu úr brúnni sjálfri o. fl. Sænskur steinsmiður (CL. Svendsen), er þar hefur verið einn útlendra manna í sumar, farinn með forstöðumanninum Tryggva Gunnarssyni; einn steinsmiður íslenskur eftir; er ársmaður við brúna. Yfir 20 manns höfðu þar vinnu þessa 2 mánuði auk hússmiðanna; munu nokkrir af héraðsmönnum hafa komist vel upp á að höggva eða laga steina, og vonandi, að framför verði af því með tímanum. Brúarstöplarnir sinn hvoru megin á árbakkanum fullgerðir, en endastöplarnir á landi ekki, vegna akkera, sem þarf í þá og eru ókomin."


Þjóðólfur, 15. ágúst 1890, 42. árg., 38. tbl., bls. 150:

Ölvesárbrúin.
Ölvesárbrúin kom einnig á Mount Park; skipið komst eigi, vegna veðurs, með hana til Eyrarbakka. Sum brúarstykkin kvað vera 2-3 þúsund pund; þau stærstu 6.000 pund, þ. e. lítið viðráðanleg í uppskipun og flutningi. Hér liggur nú seglskip frá kaupm. Guðm. Ísleifssyni á Eyrarbakka, og mun eiga að leita samninga við hann um að flytja brúna á þessu skipi héðan austur á Eyrarbakka.
Þjóðólfur, 29. ágúst 1890, 42. árg., 40. tbl., bls. 158:
Meira en 20 manns hafa nú unnið við “Ölvesárbrúna” í tvo mánuði og eru nú brúarstöplarnir sinn hvoru megin á árbakkanum fullgerðir.

Ölvesárbrúin.
Um vinnuna við brúarstöplana er oss skrifað nú nýlega að austan; "Flestir verkamenn við Ölvesárbrúna hættir vinnu; bjuggust við vinnunni miklu lengur; stóð á ýmsu úr brúnni sjálfri o. fl. Sænskur steinsmiður (CL. Svendsen), er þar hefur verið einn útlendra manna í sumar, farinn með forstöðumanninum Tryggva Gunnarssyni; einn steinsmiður íslenskur eftir; er ársmaður við brúna. Yfir 20 manns höfðu þar vinnu þessa 2 mánuði auk hússmiðanna; munu nokkrir af héraðsmönnum hafa komist vel upp á að höggva eða laga steina, og vonandi, að framför verði af því með tímanum. Brúarstöplarnir sinn hvoru megin á árbakkanum fullgerðir, en endastöplarnir á landi ekki, vegna akkera, sem þarf í þá og eru ókomin."