1890

Ísafold, 8. jan., 1890, 17. árg., 3. tbl., bls. 10.:

Vegagjörð á Laxárdalsheiði.
Í Fj.kon. 17. og 18. tbl. þ.á. er grein um vegagjörð á Laxárdalsheiði eftir Alex. Bjarnason. Þar sem margir eða allir, sem til þekkja, munu vera á annarri skoðun, en hr. A. B. , hvað málefni þetta snertir, þá hef ég búist við, að einhver mundi mótmæla grein þessari opinberlega; en það hefir, mér vitanlega, ekki verið gjört til þessa. Ég ætla því með fáum orðum að drepa á hið helsta, er mér virðist athugavert í greininni.
Fyrst byrjar hr. A. B. með almennum athugasemdum um vegagjörðir, en því miður, skil ég ekki sumt, sem þar er sagt, svo sem: að það nægi eigi - til að gera samgöngur og ferðalög manna hægari og greiðari - að gera vegi greiðfæra og fljótfarna, einnig, að gagnslítið sé að gera við vegarkafla, ef allur vegurinn sé ekki góður!! "Því stundum", segir hr. A. B., "eru þeir fyrst gerðu orðnir ófærir, þá hinir seinustu (kaflar) verða bættir".
Fyrsta skilyrði til þess, að vegir verði að fullum notum, mun vera það, að þeir séu gerðir greiðfærir og fljótfarnir; en tími sá, sem útheimtist til þess, að fullgera vegi, verður að vera eftir kringumstæðum lengri eða skemmri, að ég hygg. Þegar fé skortir allt af til að bæta vegi, eins og of víða á sér stað, þar á meðal um Laxárdalsheiðarveginn, þá verða menn að gera sér gott af hverjum vegarspottanum, sem gerður er af nýju eða bættur.
Hr. A. B. hefir gleymt að geta þess, sem vegfræðingar leggja mikla áherslu á: að vegir séu sem ódýrastir og bratta- og mishæðaminnstir sem unnt er. Þetta er skýrt tekið fram í skýrslu til landshöfðingjans 12. jan. 1885 frá Niels Hovdenak, sem prentuð er í Andv. XI. bls. 155-183. Þar er meðal annars komist svo að orði:
"Aðalreglan við öll fyrirtæki, sem miða að því að bæta samgöngur, er sú, að velja jafnan hinn ódýrasta veg".... - "að kostnaðurinn til vegagjörðarinnar, að viðbættum flutningskostnaði og kostnaðinum til viðhalds vegarins, skuli samanlagt vera sem minnst."
Enn fremur segir Hovdenak:
"Ég hef oft tekið eftir því á Íslandi, að mjög þykir undir því komið, að vegirnir verði sem stystir, og menn ætla þess vegna, að það hljóti að vera réttast, að hafa veginn sem allrabeinastan. En hvað halla vegarins eða bratta líður, það þykir miklu síður máli skipta, sé á annað borð nokkuð um það hirt." "Í raun og veru" bætir Hovdenak við "er þó þetta atriði það, sem langmest er undir komið, að hafa verður í fyrirrúmi fyrir öllu öðru".
Þegar skoðað er vegarstæði það, sem hr. A. B. ætlar að muni vera hentugast yfir Laxárdalsheiði, þá getur engum heilvita manni, nema A. B., komið til hugar að leggja þar þjóðveg, þó ekkert tillit væri haft til þess fjár, sem varið hefir verið til að bæta hinn gamla veg. Því hinn nýi vegur hlyti ætíð að verða ákaflega dýr, erfiður og hættulegur, og með öllum krókum, upp og ofan, út og suður, yrði hann að líkindum ekkert styttri en hinn, sem nú er notaður, þó sá vegur beygist út á heiðina, þar sem hún er lægri, og þar sem víða er sjálfgjörður vegur.
Hinn nýi vegur A. B. ætti að leggjast eftir hinum mestu mishæðum, sem nú eru á þeirri leið, víðast yfir urðir, mosaflár, fúafen og tjarnir. Svæði það, sem vegur þessi ætti að liggja um, er alþekkt illviðrabæli, sem er: Selborg, Grímsás, Brekkurnar og hæðirnar suðvestur frá Kvíslaseli. Mörgum hefir líka orðið að því, að síðast þeim 2 mönnum úr Laxárdal, er hr. A. B. minnist á í enda greinar sinnar. Þeir fóru ekki nálægt gamla veginum,. sem ég veit eigi til, að nokkur maður hafi haft tjón af að fara eftir, enda gera það margir árlega vetur og sumar. Það er því ekki satt, sem hr. A. B. vill telja mönnum trú um, að enginn fari, þegar lagt sé að vetrinum, nálægt gamla veginum, nema maðurinn eigi erindi hér út að Kjörseyri eða lengra. Ekki þekki ég heldur hinar hörmulegu afleiðingar, sem hr. A. B. ætlar, að hafi hlotist af því, hvar hinn gamli vegur liggur.
Þeir menn, sem ferðast árlega yfir Laxárdalsheiði, geta borið um, hve lýsingin hjá hr. A. B. er rétt, eða hitt þó heldur, þar sem hann minnist á gamla veginn og lýsir honum þannig, að ókunnugir geta haldið, að hvergi sé fær spotti frá Borðeyrarbæ vestur að Krókalækjarholti, sem hægt er að sanna að er sæmilegur vagnvegur, ef Reiðgötuásinn væri ruddur vel. Ég kannast við það, að mikið þarf að gera við veginn yfir Steinsvatnahæðirnar, og ef stefnu vegarins væri nokkuð breytt til muna, þá vildi ég helst, að hún væri tekin upp við Víðilæki og vestur hjá Sólheima öxl; en það er auðsætt, að kostnaðurinn yrði þá mikið meiri, og þess vegna þorðum við - sem áttum að yfirlíta vegarstæði yfir Laxárdalsheiði (Jón alþingism. Bjarnason, ég, og Sigtryggur Finnsson, óðalsbóndi á Sólheimum, allra anna kunnugastur, og mjög vel greindur og gætinn maður), ekki í fyrstunni að ráða til þess að leggja veginn þar, eða byrja þar á vegagjörð með því fé, sem þá var til umráða, sem var ekki mikið (300 kr., að mig minnir). Með því að leggja veginn, sem áður er sagt, vestur hjá Sólheimaöxl, verður vegurinn svo stuttur og hægur, sem auðið er að hugsa sér yfir heiðina.
Að með jafnmiklu fé sem því, er varið hefir verið til að bæta hinn gamla veg, mundi hafa mátt gera færan veg austur hjá Kvíslaseli, það hygg ég engum komi til hugar, nema fréttaritara "Fj. kon." og Alex. Bjarnasyni, sem að líkindum er einn og hinn sami maður.
Ég er eigi fær um að skipa nákvæmlega fyrir, eða gefa reglur um vegabótastörf, og eftir ávöxtum að dæma, mun hr. A. B. annað hentara. Það er því best fyrir okkur að fara ekki langt út í þá sálma.
Það er annars undarlegt, að hr. A. B. hreyfði aldrei þessu máli, svo að ég viti, í öll þau ár, sem hann dvaldi hér í Hrútafirði, í seinni tíð, einmitt þau árin, sem mest var gert við Laxárdalsheiðarveginn; en nú fer hr. A. B. í ótíma að reyna til að ónýta nauðsynlegt fyrirtæki með ósönnum og villandi orðum.
Kjörseyri í nóv. 1889.
Finnur Jónsson.


Ísafold, 8. jan., 1890, 17. árg., 3. tbl., bls. 10.:

Vegagjörð á Laxárdalsheiði.
Í Fj.kon. 17. og 18. tbl. þ.á. er grein um vegagjörð á Laxárdalsheiði eftir Alex. Bjarnason. Þar sem margir eða allir, sem til þekkja, munu vera á annarri skoðun, en hr. A. B. , hvað málefni þetta snertir, þá hef ég búist við, að einhver mundi mótmæla grein þessari opinberlega; en það hefir, mér vitanlega, ekki verið gjört til þessa. Ég ætla því með fáum orðum að drepa á hið helsta, er mér virðist athugavert í greininni.
Fyrst byrjar hr. A. B. með almennum athugasemdum um vegagjörðir, en því miður, skil ég ekki sumt, sem þar er sagt, svo sem: að það nægi eigi - til að gera samgöngur og ferðalög manna hægari og greiðari - að gera vegi greiðfæra og fljótfarna, einnig, að gagnslítið sé að gera við vegarkafla, ef allur vegurinn sé ekki góður!! "Því stundum", segir hr. A. B., "eru þeir fyrst gerðu orðnir ófærir, þá hinir seinustu (kaflar) verða bættir".
Fyrsta skilyrði til þess, að vegir verði að fullum notum, mun vera það, að þeir séu gerðir greiðfærir og fljótfarnir; en tími sá, sem útheimtist til þess, að fullgera vegi, verður að vera eftir kringumstæðum lengri eða skemmri, að ég hygg. Þegar fé skortir allt af til að bæta vegi, eins og of víða á sér stað, þar á meðal um Laxárdalsheiðarveginn, þá verða menn að gera sér gott af hverjum vegarspottanum, sem gerður er af nýju eða bættur.
Hr. A. B. hefir gleymt að geta þess, sem vegfræðingar leggja mikla áherslu á: að vegir séu sem ódýrastir og bratta- og mishæðaminnstir sem unnt er. Þetta er skýrt tekið fram í skýrslu til landshöfðingjans 12. jan. 1885 frá Niels Hovdenak, sem prentuð er í Andv. XI. bls. 155-183. Þar er meðal annars komist svo að orði:
"Aðalreglan við öll fyrirtæki, sem miða að því að bæta samgöngur, er sú, að velja jafnan hinn ódýrasta veg".... - "að kostnaðurinn til vegagjörðarinnar, að viðbættum flutningskostnaði og kostnaðinum til viðhalds vegarins, skuli samanlagt vera sem minnst."
Enn fremur segir Hovdenak:
"Ég hef oft tekið eftir því á Íslandi, að mjög þykir undir því komið, að vegirnir verði sem stystir, og menn ætla þess vegna, að það hljóti að vera réttast, að hafa veginn sem allrabeinastan. En hvað halla vegarins eða bratta líður, það þykir miklu síður máli skipta, sé á annað borð nokkuð um það hirt." "Í raun og veru" bætir Hovdenak við "er þó þetta atriði það, sem langmest er undir komið, að hafa verður í fyrirrúmi fyrir öllu öðru".
Þegar skoðað er vegarstæði það, sem hr. A. B. ætlar að muni vera hentugast yfir Laxárdalsheiði, þá getur engum heilvita manni, nema A. B., komið til hugar að leggja þar þjóðveg, þó ekkert tillit væri haft til þess fjár, sem varið hefir verið til að bæta hinn gamla veg. Því hinn nýi vegur hlyti ætíð að verða ákaflega dýr, erfiður og hættulegur, og með öllum krókum, upp og ofan, út og suður, yrði hann að líkindum ekkert styttri en hinn, sem nú er notaður, þó sá vegur beygist út á heiðina, þar sem hún er lægri, og þar sem víða er sjálfgjörður vegur.
Hinn nýi vegur A. B. ætti að leggjast eftir hinum mestu mishæðum, sem nú eru á þeirri leið, víðast yfir urðir, mosaflár, fúafen og tjarnir. Svæði það, sem vegur þessi ætti að liggja um, er alþekkt illviðrabæli, sem er: Selborg, Grímsás, Brekkurnar og hæðirnar suðvestur frá Kvíslaseli. Mörgum hefir líka orðið að því, að síðast þeim 2 mönnum úr Laxárdal, er hr. A. B. minnist á í enda greinar sinnar. Þeir fóru ekki nálægt gamla veginum,. sem ég veit eigi til, að nokkur maður hafi haft tjón af að fara eftir, enda gera það margir árlega vetur og sumar. Það er því ekki satt, sem hr. A. B. vill telja mönnum trú um, að enginn fari, þegar lagt sé að vetrinum, nálægt gamla veginum, nema maðurinn eigi erindi hér út að Kjörseyri eða lengra. Ekki þekki ég heldur hinar hörmulegu afleiðingar, sem hr. A. B. ætlar, að hafi hlotist af því, hvar hinn gamli vegur liggur.
Þeir menn, sem ferðast árlega yfir Laxárdalsheiði, geta borið um, hve lýsingin hjá hr. A. B. er rétt, eða hitt þó heldur, þar sem hann minnist á gamla veginn og lýsir honum þannig, að ókunnugir geta haldið, að hvergi sé fær spotti frá Borðeyrarbæ vestur að Krókalækjarholti, sem hægt er að sanna að er sæmilegur vagnvegur, ef Reiðgötuásinn væri ruddur vel. Ég kannast við það, að mikið þarf að gera við veginn yfir Steinsvatnahæðirnar, og ef stefnu vegarins væri nokkuð breytt til muna, þá vildi ég helst, að hún væri tekin upp við Víðilæki og vestur hjá Sólheima öxl; en það er auðsætt, að kostnaðurinn yrði þá mikið meiri, og þess vegna þorðum við - sem áttum að yfirlíta vegarstæði yfir Laxárdalsheiði (Jón alþingism. Bjarnason, ég, og Sigtryggur Finnsson, óðalsbóndi á Sólheimum, allra anna kunnugastur, og mjög vel greindur og gætinn maður), ekki í fyrstunni að ráða til þess að leggja veginn þar, eða byrja þar á vegagjörð með því fé, sem þá var til umráða, sem var ekki mikið (300 kr., að mig minnir). Með því að leggja veginn, sem áður er sagt, vestur hjá Sólheimaöxl, verður vegurinn svo stuttur og hægur, sem auðið er að hugsa sér yfir heiðina.
Að með jafnmiklu fé sem því, er varið hefir verið til að bæta hinn gamla veg, mundi hafa mátt gera færan veg austur hjá Kvíslaseli, það hygg ég engum komi til hugar, nema fréttaritara "Fj. kon." og Alex. Bjarnasyni, sem að líkindum er einn og hinn sami maður.
Ég er eigi fær um að skipa nákvæmlega fyrir, eða gefa reglur um vegabótastörf, og eftir ávöxtum að dæma, mun hr. A. B. annað hentara. Það er því best fyrir okkur að fara ekki langt út í þá sálma.
Það er annars undarlegt, að hr. A. B. hreyfði aldrei þessu máli, svo að ég viti, í öll þau ár, sem hann dvaldi hér í Hrútafirði, í seinni tíð, einmitt þau árin, sem mest var gert við Laxárdalsheiðarveginn; en nú fer hr. A. B. í ótíma að reyna til að ónýta nauðsynlegt fyrirtæki með ósönnum og villandi orðum.
Kjörseyri í nóv. 1889.
Finnur Jónsson.