1890

Þjóðólfur, 19. des 1890, 42. árg., 59. tbl., forsíða:

Landsbúskapurinn
og lántaka landssjóðs.
II.
Í síðasta blaði gátum vér þess, að farið væri að brydda á þeirri skoðun, að heppilegast væri að hverfa frá þeirri fjármála pólitík, að eyða ekki öllu, sem aflað er, sem hingað til hefur fylgt verið síðan Íslendingar fóru að eiga með sig sjálfir, en í þess stað láta landssjóð taka lán, til þess að koma fram nauðsynjafyrirtækjum landsins.
......
Vér megum ekki gleyma því, að Íslendingar eru enn frumbýlingar og mjög skiptar skoðanir á sumum framfarafyrirtækjum vorum. Meðan svo er, virðist réttast að vera ekki of bráðlátur, hugsa sér ekki, að koma öllu af í einu, þótt nauðsynjaverk sé í sjálfu sér, því að seinna getur sést, að betra hefði verið að haga verkinu á annan hátt, og jafnvel að betra hefði verið að láta verkið óunnið. Vér skulum skýra þetta með dæmi. Allir munu vera á þeirri skoðun, að eitt af því, sem mest ríður á fyrir þetta land, er að bæta samgöngurnar, þar á mel bæta vegina. Þessa skoðun höfðu menn þegar á fyrstu búskaparárum landsins og lögðu nokkurt fé til vegagjörða. Setjum nú, að þá hefði þegar verið tekið svo sem 1-2 milljóna króna lán og því varið eingöngu til vegagjörða. Hvílíkan veg hefðu Íslendingar fengið? Veg eins og Svínahraunsveginn og Kambaveginn hans Eiríks í Grjóta, eða hvað hann nú hét vegmeistarinn sá, þ. e. veg, sem verri var en þótt enginn vegur hefði lagður verið, sumpart að því er snerti vegstæðið, sumpart og einkum af því, hvernig hann var gerður. Öllu láninu hefði þá verið, eins og fleygt í sjóinn. Á líkan hátt getur farið um ýms ný fyrirtæki, þótt þau séu í sjálfu sér nauðsynleg. Það getur vel komið fyrir, að menn byrji öfugt á fyrirtækinu, en læri síðar af reynslunni, hvernig hefði átt að haga því, og þá er gott að vera ekki búinn að verja ógrynni fjár til þess.


Þjóðólfur, 19. des 1890, 42. árg., 59. tbl., forsíða:

Landsbúskapurinn
og lántaka landssjóðs.
II.
Í síðasta blaði gátum vér þess, að farið væri að brydda á þeirri skoðun, að heppilegast væri að hverfa frá þeirri fjármála pólitík, að eyða ekki öllu, sem aflað er, sem hingað til hefur fylgt verið síðan Íslendingar fóru að eiga með sig sjálfir, en í þess stað láta landssjóð taka lán, til þess að koma fram nauðsynjafyrirtækjum landsins.
......
Vér megum ekki gleyma því, að Íslendingar eru enn frumbýlingar og mjög skiptar skoðanir á sumum framfarafyrirtækjum vorum. Meðan svo er, virðist réttast að vera ekki of bráðlátur, hugsa sér ekki, að koma öllu af í einu, þótt nauðsynjaverk sé í sjálfu sér, því að seinna getur sést, að betra hefði verið að haga verkinu á annan hátt, og jafnvel að betra hefði verið að láta verkið óunnið. Vér skulum skýra þetta með dæmi. Allir munu vera á þeirri skoðun, að eitt af því, sem mest ríður á fyrir þetta land, er að bæta samgöngurnar, þar á mel bæta vegina. Þessa skoðun höfðu menn þegar á fyrstu búskaparárum landsins og lögðu nokkurt fé til vegagjörða. Setjum nú, að þá hefði þegar verið tekið svo sem 1-2 milljóna króna lán og því varið eingöngu til vegagjörða. Hvílíkan veg hefðu Íslendingar fengið? Veg eins og Svínahraunsveginn og Kambaveginn hans Eiríks í Grjóta, eða hvað hann nú hét vegmeistarinn sá, þ. e. veg, sem verri var en þótt enginn vegur hefði lagður verið, sumpart að því er snerti vegstæðið, sumpart og einkum af því, hvernig hann var gerður. Öllu láninu hefði þá verið, eins og fleygt í sjóinn. Á líkan hátt getur farið um ýms ný fyrirtæki, þótt þau séu í sjálfu sér nauðsynleg. Það getur vel komið fyrir, að menn byrji öfugt á fyrirtækinu, en læri síðar af reynslunni, hvernig hefði átt að haga því, og þá er gott að vera ekki búinn að verja ógrynni fjár til þess.