1890

Ísafold, 9. ágúst 1890, 17. árg., 64. tbl., bls. 254:

Laugavagninn.
Fyrsti ferðavagn á Íslandi hóf göngu sína 2. júní 1890, milli Reykjavíkur og Lauganna, þvottalauganna hjá Laugarnesi, bæði til að flytja þvott úr laugunum og í , og einnig til að aka fólki til skemmtunar. Hann tók 8 menn fullorðna. Hann var notaður þegar fyrsta sumarið lítilsháttar og skemmtiferða lengra burt frá höfuðstaðnum, eftir hinum nýja vagnvegi, allt upp að Svínahrauni, af enskum ferðamönnum, og innlendu fólki líka, en harla lítið þó, af vanaleysi og sinnuleysi um hvers konar framfaranýbreytni, enda vanrækt af yfirvöldunum, sem höfðu vegaumsjón í hjáverkum - vegameistari var enginn í landinu þá, að hafa hinn nýja vagnveg, hinn fyrsta á landinu, í því ástandi, að gott væri að aka eftir honum: vanrækt að raka af honum lausagrjóti og fylla upp í smáholur, er komið höfðu í veginn meðan hann var að síga og jafna sig. Til laugaferða með þvott var hann einnig furðulítið notaður fyrst í stað, með því að skrælingjasiðurinn gamli að láta kvenfólk ganga með klyfjar á baki af þvottum og þvotta-áhöldum milli höfuðstaðarins og lauganna var of rótgróinn til þess, að hann hyrfi allt í einu. Það var nokkuð forneskjuleg sjón, að mæta heilli lest af vinnukonum, álútnum undir laugapokaklyfjum, á þjóðveginum milli Reykjavíkur og Elliða-ánna. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þó, jafnsnemma og þjóðvegurinn var gjörður inn að Elliðaánum, látið byggja aukaveg, allgóðan vagnveg, frá honum ofan að þvottahúsinu við laugarnar, og ætlast til, að þar með legðist niður klyfjabandið á vinnukvennabökin, og vagnflutningur yrði upp tekinn í staðinn undir eins. --
Þetta gæti verið neðanmálsgrein úr samgöngusögu landsins, ritaðri einhvern tíma á 20. öld. Hún er sönn það sem hún nær. En það er á valdi bæjarmanna hér í Rvík nú, hvernig framhaldið verður, - hvort þar segir frá "sótt og dauða" þessarar nýju "innréttingar", eða hinu, að bæjarmenn hafa rumskast og farið að sinna málinu og hagnýta hin nýju samgöngufæri, er þráð höfðu verið lengi í orði og ærnu fé varið því til undirbúnings: mörgum þúsundum króna til vagnvegagerðar o. s. frv. Best færi á því, að þeir vöknuðu óknúðir og gerðu það sér til sóma, húsráðendur allir t. a. m., að hætta algjörlega að hafa vinnukonur fyrir áburðarklára í laugar, heldur tímdu að gjalda þessa fáu aura, sem það kostar að flytja þvottana á vagni. En lánist það ekki, er vinnukonum innan handar að fá ánauð þessa afmáða með því, að vistast ekki með öðrum skilmála en að vera lausar við hana.
Hitt liggur í augum uppi, að til smávegis skemmtiferða spölkorn frá bænum, sem mikið tíðkast hér á hestbaki á sumrum, er vagninn miklu kostnaðarminni fyrir húsráðanda með fjölskyldu t. a. m., og miklu fyrirhafnarminni og eigi síður heldur en reiðhestar.


Ísafold, 9. ágúst 1890, 17. árg., 64. tbl., bls. 254:

Laugavagninn.
Fyrsti ferðavagn á Íslandi hóf göngu sína 2. júní 1890, milli Reykjavíkur og Lauganna, þvottalauganna hjá Laugarnesi, bæði til að flytja þvott úr laugunum og í , og einnig til að aka fólki til skemmtunar. Hann tók 8 menn fullorðna. Hann var notaður þegar fyrsta sumarið lítilsháttar og skemmtiferða lengra burt frá höfuðstaðnum, eftir hinum nýja vagnvegi, allt upp að Svínahrauni, af enskum ferðamönnum, og innlendu fólki líka, en harla lítið þó, af vanaleysi og sinnuleysi um hvers konar framfaranýbreytni, enda vanrækt af yfirvöldunum, sem höfðu vegaumsjón í hjáverkum - vegameistari var enginn í landinu þá, að hafa hinn nýja vagnveg, hinn fyrsta á landinu, í því ástandi, að gott væri að aka eftir honum: vanrækt að raka af honum lausagrjóti og fylla upp í smáholur, er komið höfðu í veginn meðan hann var að síga og jafna sig. Til laugaferða með þvott var hann einnig furðulítið notaður fyrst í stað, með því að skrælingjasiðurinn gamli að láta kvenfólk ganga með klyfjar á baki af þvottum og þvotta-áhöldum milli höfuðstaðarins og lauganna var of rótgróinn til þess, að hann hyrfi allt í einu. Það var nokkuð forneskjuleg sjón, að mæta heilli lest af vinnukonum, álútnum undir laugapokaklyfjum, á þjóðveginum milli Reykjavíkur og Elliða-ánna. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði þó, jafnsnemma og þjóðvegurinn var gjörður inn að Elliðaánum, látið byggja aukaveg, allgóðan vagnveg, frá honum ofan að þvottahúsinu við laugarnar, og ætlast til, að þar með legðist niður klyfjabandið á vinnukvennabökin, og vagnflutningur yrði upp tekinn í staðinn undir eins. --
Þetta gæti verið neðanmálsgrein úr samgöngusögu landsins, ritaðri einhvern tíma á 20. öld. Hún er sönn það sem hún nær. En það er á valdi bæjarmanna hér í Rvík nú, hvernig framhaldið verður, - hvort þar segir frá "sótt og dauða" þessarar nýju "innréttingar", eða hinu, að bæjarmenn hafa rumskast og farið að sinna málinu og hagnýta hin nýju samgöngufæri, er þráð höfðu verið lengi í orði og ærnu fé varið því til undirbúnings: mörgum þúsundum króna til vagnvegagerðar o. s. frv. Best færi á því, að þeir vöknuðu óknúðir og gerðu það sér til sóma, húsráðendur allir t. a. m., að hætta algjörlega að hafa vinnukonur fyrir áburðarklára í laugar, heldur tímdu að gjalda þessa fáu aura, sem það kostar að flytja þvottana á vagni. En lánist það ekki, er vinnukonum innan handar að fá ánauð þessa afmáða með því, að vistast ekki með öðrum skilmála en að vera lausar við hana.
Hitt liggur í augum uppi, að til smávegis skemmtiferða spölkorn frá bænum, sem mikið tíðkast hér á hestbaki á sumrum, er vagninn miklu kostnaðarminni fyrir húsráðanda með fjölskyldu t. a. m., og miklu fyrirhafnarminni og eigi síður heldur en reiðhestar.