Umsóknir um rannsóknarstyrki

Frestur til að sækja um fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2018, rann út að kvöldi 31. janúar 2018. Umsækjendur eiga að hafa fengið sendan tölvupóst til staðfestingar á móttöku umsókna, að hún verði tekin til athugunar og svör berist í tölvupósti þegar ákvörðun liggur fyrir. [Ath. Telji einhver sig hafa sent inn umsókn, án þess að hafa fengið slíkt svar er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Þóri Ingason (thorir.ingason@vegagerdin.is)].

Umsækjendur fá svör við umsóknum sínum þegar úthlutun er lokið. Upplýsingar um verkefni sem fá styrk er hægt að finna undir hlekknum "Rannsóknaverkefni" með því að smella á hlekkinn .

Næst er gert ráð fyrir að opna fyrir styrkumsóknir í byrjun árs 2019.