Umsóknir um rannsóknarstyrki

Frestur til að sækja um fjárveitingu úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2021, rann út að kvöldi 29. janúar 2021. Umsækjendur eiga að hafa fengið tölvupóst til staðfestingar á móttöku umsókna og að hún verði tekin til athugunar. Þegar umsókn er afgreidd (samþykkt eða synjað) mun berast tölvupóstur, bæði á netfang umsækjanda og verkefnisstjóra og þá verður hægt að skoða afgreiðslu undir "Mín mál" á "Mínar síður" á vef Vegagerðarinnar (minarsiður.vegagerdin.is).

Upplýsingar um verkefni sem fengu styrk fyrir árið 2021 er birtur undir hlekknum "Rannsóknaverkefni".

Opnað verður næst fyrir styrkumsóknir í byrjun árs 2022.

Fyrirspurnir má senda í tölvupósti til Ólafs Sveins Haraldssonar forstöðumanns rannsóknadeildar, olafur.s.haraldsson(hjá)vegagerdin.is.