Meginmarkmið, hlutverk, gildi og stefnur endurskoðaðar ásamt nýju skipuriti

Vegagerðin


Ný Vegagerð varð til með sameiningu hluta Siglingastofnunar og stærsta hluta Vegagerðarinnar þann 1. júlí  2013. Í kjölfar þess fór fram stefnumótunarvinna starfsmanna nýrrar stofnunar. Þeirri vinnu lauk með endurgerð meginmarkmiða Vegagerðarinnar, hlutverks og framtíðarsýnar. Auk þess völdu starfsmenn gildi Vegagerðarinnar.

Skipurit sem tók gildi 1. janúar 2013 miðar að því að auka samræmingu, einsleitni og skilvirkni með því að fækka einingum og stækka og efla deildir í miðstöð og á svæðum til þess að gera þær hæfari til að sinna hlutverki sínu. Þá er gert ráð fyrir að verkum verði stýrt með verkefnisstjórnun í öllum stærri verkefnum bæði í nýbyggingum og viðhaldi. Svæði Vegagerðarinnar eru sem fyrr fjögur en svæðamörk eru önnur. Breytingarnar miða að því að samræma stærð svæðanna m.a. með tilliti til umfangs, vegalengda, fjárveitinga og marka sveitarfélaga.

Skipurit
Kort af svæðaskiptingu

Meginmarkmið

 • Öruggar og greiðar samgöngur á sjó og landi.
 • Hagkvæm uppbygging og rekstur samgöngukerfisins í sátt við umhverfið.
 • Skilvirk og vel skipulögð starfsemi.
 • Ábyrgt, hæft og ánægt starfsfólk.

Hlutverk

Að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi

Framtíðarsýn

Vegagerðin er í fremstu röð á fagsviðum sínum og sinnir hlutverki sínu samfélaginu til heilla.

 • Við vinnum sem ein heild, erum fagleg, heiðarleg, jákvæð og framsýn.
 • Við leggjum metnað okkar í að byggja og reka örugg og hagkvæm samgöngumannvirki.
 • Við veitum veg- og sjófarendum ábyrga þjónustu og berum virðingu fyrir umhverfinu.
 • Við erum í fremstu röð í notkun upplýsingatækni.

Gildi

 • Fagmennska
Við búum yfir sérþekkingu og vinnum af fagmennsku
 • Öryggi
Við höfum öryggi ávallt í fyrirrúmi
 • Framsýni
Við byggjum á reynslu og horfum til framtíðar


Stefnur Vegagerðinnar byggja á þessum meginmarkmiðum, sjá í valmynd hér til vinstri.

Vegagerdin banner