Siglingar
Vegagerðin ásamt hafnarsviði og vitasviði Siglingastofnunar hafa þann 1. júlí 2013 sameinast í nýja stofnun undir nafni Vegagerðarinnar. Verkefni hafnarsviðs og vitasviðs verða undir siglingasviði hjá Vegagerðinni.
Á þessum vefsíðum má finna efni sem varðar siglingasvið Vegagerðarinnar. Vefsíðurnar innihalda mikið af tenglum á efni á vef Siglingastofnunar. Í framtíðinni verður efnið flutt yfir á vef Vegagerðarinnar.
Gögn frá ölduduflum, veðurstöðvum og öðrum sjálfvirkum mælabúnaði við strendur landsins eru birt með fyrirvara um gagnavillur og án ábyrgðar.