1890

Ísafold, 27. sept. 1890, 17. árg., 78. tbl., bls. 311:

Vegabætur.
Skrifað úr Barðastrandarsýslu (Reykhólasveit) 14. þ. m. "Með framfarafyrirtækjum má nefna vegagjörð þá, er unnin hefir verið í sumar að landsstjórnarinnar tilhlutan á ofurlitlum kafla af aðalpóstleiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, sem sé syðst í Reykhólahreppi, þar sem heita Kambshólar. Það er að sönnu ekki nýtt, að unnið hefir verið að vegi þessum. Það hefir að undanförnu verið mikið að honum unnið af hreppsbúum hér, með mikilli fyrirhöfn, stundum á hverju vori, stundum annaðhvort vor, nú um nokkra tugi ára. En þrátt fyrir það var vegur þessi ófær yfirferðar, hvenær sem blotnaði, og hið mesta nauðsynjaverk nú, að taka hann til aðgerðar með meiri kunnáttu og meiri og betri verkfærum, en hér hafa átt sér stað. Nú var sendur hingað vanur vegagjörðarmaður sem verkstjóri sunnan úr Reykjavík, með þremur öðrum mönnum þaðan til vinnunnar, og viðlíka margir voru héðan úr plássi við verk þetta í sumar. Það leynir sér ekki, að vegavinna þessara manna er gjörð með stórum meiri kunnáttu og reglu og betri verkfærum en þekkst hefir áður hér um pláss, og árangurinn er sá, að allir dást að þessum þeirra 6 álna breiða, slétta og upphækkaða vegi og þykir hann taka langt fram vegum þeim, er gjörðir eru hér í nálægum plássum, og jafnvel veginum sunnantil við Gilsfjörð, og er hann þó talinn bestur af áður gjörðum vegum í þessum sýslum. Þó kvað vegavinnustjórinn álíta nauðsynlegt, að bera ofan í veginn á næsta sumri og jafnvel þriðja sumar, ef hann eigi að verða áreiðanlegur til frambúðar. Mjög væri æskilegt, að vegavinnu þessari gæti orðið haldið áfram næsta sumar, og að þessi nýi vegur frá Kambi næði suður yfir Geirdalsbakka, að svo nefndri Gróustaðahyrnu. Þaðan er þó slarkfær vegur inn með Gilsfirði og suður fyrir Gilsfjarðarbotn, að upphækkaða veginum þeirra Saurbæinga. Hitt væri í meira lagi bagalegt, ef hægt væri nú við vegargjörð þessa, og jafnfagurt mannvirki, sem þessi spotti er, látið verða aftur að sömu vegleysu og farartálma eins og áður eftir fáein ár ef til vill, ef viðhald skyldi bresta að sama skapi.


Ísafold, 27. sept. 1890, 17. árg., 78. tbl., bls. 311:

Vegabætur.
Skrifað úr Barðastrandarsýslu (Reykhólasveit) 14. þ. m. "Með framfarafyrirtækjum má nefna vegagjörð þá, er unnin hefir verið í sumar að landsstjórnarinnar tilhlutan á ofurlitlum kafla af aðalpóstleiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar, sem sé syðst í Reykhólahreppi, þar sem heita Kambshólar. Það er að sönnu ekki nýtt, að unnið hefir verið að vegi þessum. Það hefir að undanförnu verið mikið að honum unnið af hreppsbúum hér, með mikilli fyrirhöfn, stundum á hverju vori, stundum annaðhvort vor, nú um nokkra tugi ára. En þrátt fyrir það var vegur þessi ófær yfirferðar, hvenær sem blotnaði, og hið mesta nauðsynjaverk nú, að taka hann til aðgerðar með meiri kunnáttu og meiri og betri verkfærum, en hér hafa átt sér stað. Nú var sendur hingað vanur vegagjörðarmaður sem verkstjóri sunnan úr Reykjavík, með þremur öðrum mönnum þaðan til vinnunnar, og viðlíka margir voru héðan úr plássi við verk þetta í sumar. Það leynir sér ekki, að vegavinna þessara manna er gjörð með stórum meiri kunnáttu og reglu og betri verkfærum en þekkst hefir áður hér um pláss, og árangurinn er sá, að allir dást að þessum þeirra 6 álna breiða, slétta og upphækkaða vegi og þykir hann taka langt fram vegum þeim, er gjörðir eru hér í nálægum plássum, og jafnvel veginum sunnantil við Gilsfjörð, og er hann þó talinn bestur af áður gjörðum vegum í þessum sýslum. Þó kvað vegavinnustjórinn álíta nauðsynlegt, að bera ofan í veginn á næsta sumri og jafnvel þriðja sumar, ef hann eigi að verða áreiðanlegur til frambúðar. Mjög væri æskilegt, að vegavinnu þessari gæti orðið haldið áfram næsta sumar, og að þessi nýi vegur frá Kambi næði suður yfir Geirdalsbakka, að svo nefndri Gróustaðahyrnu. Þaðan er þó slarkfær vegur inn með Gilsfirði og suður fyrir Gilsfjarðarbotn, að upphækkaða veginum þeirra Saurbæinga. Hitt væri í meira lagi bagalegt, ef hægt væri nú við vegargjörð þessa, og jafnfagurt mannvirki, sem þessi spotti er, látið verða aftur að sömu vegleysu og farartálma eins og áður eftir fáein ár ef til vill, ef viðhald skyldi bresta að sama skapi.