1890

Ísafold, 29. okt. 1890, 17. árg., 87. tbl., bls. 346:

Þjóðvegavinna 1890.
Á nýliðnu sumri hefir aðalvegagjörðin á þjóðvegum, á landssjóðskostnað, farið fram á Mosfellsheiði og Svínahraunsveginum. Áður er getið um vegarkafla, er lagður hefir verið vestur í Reykhólasveit, við Króksfjörð.
Í fyrra sumar voru lagðir 1700 faðmar af nýjum vegi á Mosfellsheiði, háheiðinni sunnanverðri. Í sumar var haldið áfram austur eftir og bætt við 1600 föðmum. Það verður þá samtals hátt upp í 1 mílu vegar, er lagður hefir verið nýr vegur á þeim fjallvegi þessi tvö sumur, og mun hafa kostað rúm 9.000 að meðtalinni sæluhúsbyggingu á heiðinni og 100 vörðum, er hlaðnar voru í sumar, en það hefir kostað hvorutveggja töluvert á annað þúsund kr.
Við þessa vinnu á Mosfellsheiði í sumar voru til jafnaðar 23 verkamenn, með 3 vögnum og 7 hestum, til flutnings á ofaníburði (ofanálagi), er mest lenti á þessu sumri, lítið gert að því í fyrra, enda þurfti langt að flytja ofanálagið, allt að 900 föðmum lengst; en það er tilvinnandi, sé það gott; svo mikið ríður á því. Inflúensuveikin olli þó kringum viku frátöf fyrir meiri hluta verkamannanna.
Mestur halli á Mosfellsheiðarveginum nýja er 1:15, en víðast er hann ekki nema 20-30. Fylling hæst á veginum eða upphækkun yfir jafnsléttu 3½ fet.
Vörðurnar, 100, eru 3-5 álnir á hæð, grafnar niður 1-1½ al., og 1½ - 2 álnir að þvermáli.
Sæluhúsið stendur á miðri heiði, þar sem hæst ber á. Það er 8 álna langt og 4 álna breitt innan veggja, veggir 3 álna háir, úr torfi og grjóti, og húsið með torfþaki og reisifjöl. Pallur er í öðrum endanum, rúmlega álnar hár, er tekur 3 álnir af lengd hússins, og er ætlaður fyrir menn að hafast við á, en hitt fyrir hross þeirra m. fl.
Svínahraunsvegavinnan, mest í sjálfu Svínahrauni, hefir átt að heita viðgerð á gömlum vegi, er lagður var á vankunnáttutímunum, en verið raunar sama sem alveg ný vegagjörð að mestu leyti, og hún þó erfiðari víða og samt ófullkomnari heldur en ef alls enginn vegur hefði verið þar til áður.
Vegalengdin yfir Svínahraun sjálft er ¾ míla (3045) faðmar. Þar af hefir í sumar verið "gert við" um 1430 faðma í ofanverðu hrauninu eða á austurenda vegarins, en rúma 500 faðma af vesturendanum. Viðgerð þessi hefir verið í því fólgin, að rífa upp gamla veginn, allt grjót úr honum og uppfylling víðast hvar, sumsstaðar ekki nema nokkuð, að fylla upp með mold í staðinn, þaðan sem til náðist næst; einnig slegið ofan af nibbum á nokkrum partinum. Síðan flutt á vögnum með hestum fyrir allt ofanálag í veginn all-langa leið í efri hlutann, úr Húsmúla, meira ein 300 faðma þar sem skemmst var að; nær fékkst ekki nýtilegt ofanálag. Í hinn enda vegarins talsvert skemmra að ná ofanálagi. Þó var ekki því verki lokið nema á nokkru af hinum nýgerða vegi; meira en 200 faðma kafli eftir, er bera verður ofan í snemma á næsta vori, til þess að vegurinn liggi þá ekki lengur undir skemmdum.
Auk vegagjörðarinnar í Svínahrauni hefir þurft að umbæta veginn nýja þaðan niður að Elliðaám lítils háttar á nokkrum stöðum, auka ofaníburð, og hækka hann upp á kafla (40 faðma) hjá Rauðavatni, um allt að 3½ feti, - hafði ekki verið lagður nógu fjarri vatninu, eins og oftar hefir við brunnið um hina norsku vinnustjóra, að þeir hafa ekki haft nóg tillit til vatnavaxta hér á vetrum, þótt þeir að öðru leyti hafi leyst verk sitt mikið vel af hendi.

Sextán vikur fullar var unnið að þessum syðra vegi, frá efri rönd Svínahrauns niður að Elliðaám, af 16 manna að meðaltali - nema hvað inflúensusóttin tók úr vinnunni -, og með 25 vögnum, en 4-10 hestum.
Tómir Íslendingar unnu að vegagjörð hér í sumar, í fyrsta sinn síðan hin nýja, almennilega vegasmíð hófst. Þeir hafa nú numið verkið af Norðmönnum til hlítar, það sem ekki tekur til sérstaklegs, vísindalegs náms eða vandasamar mælingar þarf til. Er unnið í smáhópum, 6-8 menn saman, með formanni fyrir hverjum hóp, en einn yfirmaður yfir vinnunni á hverjum stað, undir yfirumsjón amtmanns og landshöfðingja. Fyrrum var siðurinn sá, að allir unnu í einni þvögu hér um bil, ef til vill 20-30 menn saman. Hitt hafa menn lært af hinum útlendu vegastjórum, að vinnan gengur langt um betur með þannig lagaðri skiptingu í smáflokka, með besta verkamanninum og stjórnlagnasta fyrir hverjum hóp.
Fyrir áminnstri vegavinnu hér á fjallvegunum nærri höfuðstaðnum í sumar stóðu bræður tveir úr Reykjavík, Erlendur Zakaríasson (á Mosfellsheiði) og Árni Zakaríasson (á Svínahraunsveginum), vaskir menn og vel nýtir, er verið höfðu flokksformenn hjá Hovdenak og ávallt síðan og eru orðnir dável að sér í vegasmíð, jafnvel vonum framar, eftir því sem kostur er á án frekari tilsagnar.


Ísafold, 29. okt. 1890, 17. árg., 87. tbl., bls. 346:

Þjóðvegavinna 1890.
Á nýliðnu sumri hefir aðalvegagjörðin á þjóðvegum, á landssjóðskostnað, farið fram á Mosfellsheiði og Svínahraunsveginum. Áður er getið um vegarkafla, er lagður hefir verið vestur í Reykhólasveit, við Króksfjörð.
Í fyrra sumar voru lagðir 1700 faðmar af nýjum vegi á Mosfellsheiði, háheiðinni sunnanverðri. Í sumar var haldið áfram austur eftir og bætt við 1600 föðmum. Það verður þá samtals hátt upp í 1 mílu vegar, er lagður hefir verið nýr vegur á þeim fjallvegi þessi tvö sumur, og mun hafa kostað rúm 9.000 að meðtalinni sæluhúsbyggingu á heiðinni og 100 vörðum, er hlaðnar voru í sumar, en það hefir kostað hvorutveggja töluvert á annað þúsund kr.
Við þessa vinnu á Mosfellsheiði í sumar voru til jafnaðar 23 verkamenn, með 3 vögnum og 7 hestum, til flutnings á ofaníburði (ofanálagi), er mest lenti á þessu sumri, lítið gert að því í fyrra, enda þurfti langt að flytja ofanálagið, allt að 900 föðmum lengst; en það er tilvinnandi, sé það gott; svo mikið ríður á því. Inflúensuveikin olli þó kringum viku frátöf fyrir meiri hluta verkamannanna.
Mestur halli á Mosfellsheiðarveginum nýja er 1:15, en víðast er hann ekki nema 20-30. Fylling hæst á veginum eða upphækkun yfir jafnsléttu 3½ fet.
Vörðurnar, 100, eru 3-5 álnir á hæð, grafnar niður 1-1½ al., og 1½ - 2 álnir að þvermáli.
Sæluhúsið stendur á miðri heiði, þar sem hæst ber á. Það er 8 álna langt og 4 álna breitt innan veggja, veggir 3 álna háir, úr torfi og grjóti, og húsið með torfþaki og reisifjöl. Pallur er í öðrum endanum, rúmlega álnar hár, er tekur 3 álnir af lengd hússins, og er ætlaður fyrir menn að hafast við á, en hitt fyrir hross þeirra m. fl.
Svínahraunsvegavinnan, mest í sjálfu Svínahrauni, hefir átt að heita viðgerð á gömlum vegi, er lagður var á vankunnáttutímunum, en verið raunar sama sem alveg ný vegagjörð að mestu leyti, og hún þó erfiðari víða og samt ófullkomnari heldur en ef alls enginn vegur hefði verið þar til áður.
Vegalengdin yfir Svínahraun sjálft er ¾ míla (3045) faðmar. Þar af hefir í sumar verið "gert við" um 1430 faðma í ofanverðu hrauninu eða á austurenda vegarins, en rúma 500 faðma af vesturendanum. Viðgerð þessi hefir verið í því fólgin, að rífa upp gamla veginn, allt grjót úr honum og uppfylling víðast hvar, sumsstaðar ekki nema nokkuð, að fylla upp með mold í staðinn, þaðan sem til náðist næst; einnig slegið ofan af nibbum á nokkrum partinum. Síðan flutt á vögnum með hestum fyrir allt ofanálag í veginn all-langa leið í efri hlutann, úr Húsmúla, meira ein 300 faðma þar sem skemmst var að; nær fékkst ekki nýtilegt ofanálag. Í hinn enda vegarins talsvert skemmra að ná ofanálagi. Þó var ekki því verki lokið nema á nokkru af hinum nýgerða vegi; meira en 200 faðma kafli eftir, er bera verður ofan í snemma á næsta vori, til þess að vegurinn liggi þá ekki lengur undir skemmdum.
Auk vegagjörðarinnar í Svínahrauni hefir þurft að umbæta veginn nýja þaðan niður að Elliðaám lítils háttar á nokkrum stöðum, auka ofaníburð, og hækka hann upp á kafla (40 faðma) hjá Rauðavatni, um allt að 3½ feti, - hafði ekki verið lagður nógu fjarri vatninu, eins og oftar hefir við brunnið um hina norsku vinnustjóra, að þeir hafa ekki haft nóg tillit til vatnavaxta hér á vetrum, þótt þeir að öðru leyti hafi leyst verk sitt mikið vel af hendi.

Sextán vikur fullar var unnið að þessum syðra vegi, frá efri rönd Svínahrauns niður að Elliðaám, af 16 manna að meðaltali - nema hvað inflúensusóttin tók úr vinnunni -, og með 25 vögnum, en 4-10 hestum.
Tómir Íslendingar unnu að vegagjörð hér í sumar, í fyrsta sinn síðan hin nýja, almennilega vegasmíð hófst. Þeir hafa nú numið verkið af Norðmönnum til hlítar, það sem ekki tekur til sérstaklegs, vísindalegs náms eða vandasamar mælingar þarf til. Er unnið í smáhópum, 6-8 menn saman, með formanni fyrir hverjum hóp, en einn yfirmaður yfir vinnunni á hverjum stað, undir yfirumsjón amtmanns og landshöfðingja. Fyrrum var siðurinn sá, að allir unnu í einni þvögu hér um bil, ef til vill 20-30 menn saman. Hitt hafa menn lært af hinum útlendu vegastjórum, að vinnan gengur langt um betur með þannig lagaðri skiptingu í smáflokka, með besta verkamanninum og stjórnlagnasta fyrir hverjum hóp.
Fyrir áminnstri vegavinnu hér á fjallvegunum nærri höfuðstaðnum í sumar stóðu bræður tveir úr Reykjavík, Erlendur Zakaríasson (á Mosfellsheiði) og Árni Zakaríasson (á Svínahraunsveginum), vaskir menn og vel nýtir, er verið höfðu flokksformenn hjá Hovdenak og ávallt síðan og eru orðnir dável að sér í vegasmíð, jafnvel vonum framar, eftir því sem kostur er á án frekari tilsagnar.