Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Leiðbeiningar við notkun valtara með þjöppumæli og staðsetningarbúnað, í vegagerð, framhaldsverkefni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Framhald af fyrra rannsóknarverkefni með sama heiti sem Gunnar Sigurgeirsson og Sigurþór Guðmundsson, starfsmenn Vegagerðarinnar, unnu að. Útbúið verður verklag sem miðar að því að gera gæðaeftirlit með þjöppun í vegagerð skilvirkara. Rauntímaskráning þjöppunarmælingar valtara getur lágmarkað frávik frá fyrirskrifuðum gæðum í uppbyggingu vega og annarra mannvirkja þar sem tryggt er að steinefni verður hvorki van- né ofþjappað. Þannig fæst einnig mæld þjöppun í öllum hlutum vegar í stað punktmælinga með plötuprófi eins og nú tíðkast.

Í tengslum við fyrra rannsóknarverkefni hefur krafa verið gerð í útboðsgögnum um að búnaður til skráningar sé til staðar í nokkrum verkefnum, svo sem Hringvegi í Mosfellsbæ, Hringvegi á Kjalarnesi, Dynjandisheiði og Gufufirði. 

 

Tilgangur og markmið:

 

Markmið með verkefninu er koma á verklagi sem gerir mögulegt að skrásetja betur þjöppun á öllum stigum vegbyggingar en nú er gert. Þannig verða gæði meiri í nýbyggingum sem og endurbótum sem stuðlar að langlífari mannvirkjum og lægri viðhaldskostnaði.

Til þess að það verði að veruleika þarf að horfa á verkin í heild, allt frá hönnun að framkvæmd. Mögulega þarf að endurskoða hvernig hvert lag undirbyggingar er skilgreint og hvort sömu kröfur eru gerðar á öllum stigum uppbyggingar. 

Rauntímaskráning þjöppugilda gerir öllum aðilum verks, hvort sem er verktaka, eftirliti eða verkkaupa, kleyft að fylgjast með á hlutlægari hátt en útfrá tilfinningu valtarastjóra eða einfaldri talningu yfirferða sem segir ekki alltaf alla söguna.