Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Slitlög

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

V

Verkefninu er skipt upp í fjóra hluta: 0. ýmsar slitlagarannsóknir, I. malarslitlag, II. klæðingu og III. Malbik. Í hverjum hluta eru nokkrir verkþættir skilgreindir, en mun ítarlegri útlistun á þeim er að finna í fylgiskjali, enda rúmast þær skilgreiningar ekki hér.

Undir hluta 0 (ýmsar slitlagarannsóknir) eru eftirfarandi verkþættir: a) Samanburður slitlagsgerða m.t.t. kostnaðar og endingar, b) Prófanir á bikbindiefnum, c) Rannsóknir á malbiki, klæðingu og malarslitlagi með veggreini, nýjum mælibíl Vg.

Undir hluta I (malarslitlög) eru eftirfarandi verkþættir: Hefur brothlutfall, kornalögun og efnisstyrkur malarslitlaga meira vægi en leirmagn? Hvaða verklag hentar best við dreifingu salts?

Undir hluta II (klæðing) eru eftirfarandi verkþættir: a1) Vetrarblæðingar, a2) Getur plast leyst vandamál með vetrarblæðingu í klæðingu á Ísland? b) Yfirfæra framkvæmd raunblönduprófs á hefðbundnar hrærivélar prófunarstofa, c) Rannsóknir á bindiefnismagni og íblöndunarefnum í klæðingar, d) Tilraunir með bindiefni í klæðingar, e) Rannsóknir á skemmdum í klæðingum, f) Kanna áhrif þenjanlegra leirsteinda í steinefni á viðloðun. g) Greining á viðloðunarhæfni steinefna.

Undir hluta III (malbik) eru eftirfarandi verkþættir: a) Áhrif fínleika og efnisgerðar mélu (e. filler) á eiginleika malbiks, b) Hitadreifing í malbiki við útlögn, c) Þunnt stífmalbik, hagkvæmni, heimildakönnun og tilraunalagnir, d) Holrýmdarkröfur. Prófblöndur, lekt, slitþol, frostþol og vatnsnæmi. e) Viðgerðir. Mat á núverandi aðferðum og reynt að leggja til nýjar, s.s. sprungu- og holufyllingar. f) Dúkar undir malbiksviðgerðir  á burðarlagsskemmdum svæðum. g) Plast í burðarlagsmalbik – hringrásarhagkerfið. h) Plast í burðarlagsmalbik og kalblandað malbik, örplastsmengun og kolefnissparnaður. i) Frostþíðupróf fyrir malbikssýni, yfirfærsla á steypustaðli. j) Notkun lífolíu til að auðvelda endurvinnslu malbiks. k) Mælingar á hemlunarviðnámi.

Tilgangur og markmið:

 

0 a):Styðja við ákvarðanir við val á slitlagi m.t.t. til hagkvæmni mismunandi slitlagsgerða.

0 b):Koma á samningi við prófunarstofu um að koma upp búnaði til að prófa bikbindiefni.

0 c):Leggja mat á hvernig veggreinirinn getur nýst við úttektir á tilraunaköflum.

I  Bæta efnisvinnslu og verklag við útlögn malarslitlaga, skráning á malarslitlögum, námum, vegköflum, þykktum og ártölum í slitlagabanka Vg.

II a1): Þróa uppskrift fyrir þjálbik sem minnkar hættu á vetrarblæðingum.

II a2): Getur plast leyst vandamál með vetrarblæðingu í klæðingu á Ísland?

II b): Innleiða notkun annarra hrærivéla við raunblöndupróf.

II c): Halda áfram rannsóknum á bindiefnum og magni að teknu tilliti til undirlags, steinastærða o.fl.

II d): Innleiða íblöndunarefni í klæðingar hérlendis, bæði bikþeyta og þjálbik.

II e): Meta ástand klæðinga með úttektum.

II f): Kanna áhrif þenjanlegra leirsteinda á viðloðun.

II g): Markmið að öðlast dýpri skilning á viðloðun milli bindiefnis og steinefnis.

III a): Kanna hvaða kröfu um fínleika mélu er ástæða til að innleiða.

III b): Úrvinnsla hitamynda, verklag. Refsing eða umbun?

III c): Greining á þunnum malbikslögum sem þegar hafa verið lögð, m.t.t. hjólfaramyndunar, endingar, umferðar o.fl.

III d): Holrýmd, prófblöndur. Metin verður lekt, slitþol, frostþol og vatnsnæmi við mismunandi holrýmd og holrýmdarkröfur Vg mögulega endurskoðaðar.

III e): Viðgerðir. Mat á núverandi aðferðum og skoðun á nýjum.

III f): Dúkar undir malbiksviðgerðir  á burðarlagsskemmdum svæðum. Prófað í vegi og metið.

III g): Plast í burðarlagsmalbik – hringrásarhagkerfið. Greining/fýsileikakönnun.

III h): Plast í burðarlagsmalbik og kaldblandað malbik, örplastsmengun og kolefnissparnaður.

III i): Frostþíðupróf fyrir malbikssýni, yfirfærsla á steypustaðli.

III j): Notkun lífolíu til að auðvelda endurvinnslu malbiks.

III k): Mæla nokkra kafla með misjafnan umferðarþunga, staðsetningu og kornastærð. Meta þróun bremsuviðnáms.