Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Magn ryks á yfirborði vega

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Upplýsingar um magn ryks á yfirborði gatna gefur til kynna hversu mikið svifryk getur myndast. Með endurteknum mælingum á ryki á yfirborði er hægt að meta hversu hratt það safnast upp, eftir árstíðum, umferðarþunga, nagladekkjanotkun, tegund slitlags og fleiru. Einnig er hægt að nota þessa aðferð til að meta, meðal annars, gagnsemi götuhreinsunar. Sýnum af yfirborði er safnað með svokölluðu WDS (Wet Dust Sampler) tæki, sem verður aðgengilegt til notkunar gegnum NORDUST II; samnorrænt verkefni um myndun götusvifryks. Til að geta borið saman sýni þarf að mæla magn agna með grugg mæli (e. Turbidity meter). Til samanburðar við hin norðurlöndin er mikilvægt að nota samskonar aðferðir og tæki.

Tilgangur og markmið:

 

Meginmarkmið verkefnisins er að meta magn ryks á yfirborði vega í þeim tilgangi að meta áhrif umferðarþunga, mismunandi aðgerða og tegunda vega með það að leiðarljósi að minnka svifryksmengun. Helstu markmið og tilgangur verkefnisins eru:

Mæla magn ryks á yfirborði gatna. Slíkar mælingar gagnast til að segja til um hversu stór uppspretta svifryks viðkomandi gata er. Endurteknar mælingar nýtast til að spá fyrir um hversu mikið ryk myndast (tapast).

Þetta er sá verkþáttur sem tengist NorDust II beint.  Einnig væri hægt að:

Rannsaka áhrif vegyfirborðs á magn svifryks. Skilgreina yfirborð, tegund slitlags, áferð (t.d. hrýfi) og áhrif þess á magn götusvifryks.

Rannsaka áhrif aðgerða (götuhreinsun (sópa, þvo), söltun, svifryksbinding) á magn ryks á yfirborði gatna. Mæla magn ryks á yfirborði fyrir og eftir tilteknar aðgerðir.

Rannsaka svifryk í göngum. Jarðgöng eru ólík opnum vegum á ýmsan hátt.  Veðurbreytur eru aðrar, loftflæði og fleira.  Gagnahreinsun er gerð reglulega, en samt sem áður er magn svifryks of hátt.  Með mælingum fyrir og eftir hreinsum væri hægt að greina hvort ástæður þessa séu að ekki tekst að fjarlægja nóg af yfirborði vegs með þeim aðgerðum sem nú er beitt.