Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Samþætting ferða: Almenningssamgöngur og deilirafskútur

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rannsókn þessi snýr að því skoða samþættingu ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum og deilirafskútum. Tilgangur verkefnis er að leggja mat á tengsl almenningssamgangna og deilirafskúta þar sem markmið verkefnsins er tvíþætt:

  • Greina í hvaða mæli og hvernig ferðir með almenningssamgöngum eru samþættar deiliskútum þar sem ferðir hefjast eða enda með ferð á deilirafskútu.
  • Leggja mat praktísk atriði
    • Hvaða rými og innviði þarf við biðstöðvar strætó (og Borgarlínu)
    • Hvað þarf til að gera samþættinguna einfaldari og þægilegri gagnvart notendum

Notast verður við gögn ferða frá deilirafskútuþjónustunni Hopp til að greina ferðir rafskútunotenda um allt höfuðborgarsvæðið en þjónustusvæði Hopp mun ná yfir öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins (sumarið 2021) og því í fyrsta skipti sem hægt er að skoða með heildstæðum hætti samspil almenningssamgangna og deilirafskúta. EFLA býr nú þegar yfir gagnasetti yfir 300.000 ferðir um Reykjavíkurborg fyrir árið 2020 en horft er til þess að bæta við gögnum frá Hopp sem safnast yfir sumarið 2021.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnis er að leggja mat á tengsl almenningssamgangna og deilirafskúta þar sem markmið verkefnsins er tvíþætt:

  • Greina í hvaða mæli og hvernig ferðir með almenningssamgöngum eru samþættar deiliskútum þar sem ferðir hefjast eða enda með ferð á deilirafskútu.
    • Hversu margar eru ferðirnar á dag?
    • Hversu langa vegalengd fara notendur til/frá næstu biðstöð.
  • Leggja mat praktísk atriði
    • Hvaða rými og innviði þarf við biðstöðvar strætó (og Borgarlínu til framtíðar)?
    • Hvað þarf til að gera samþættinguna einfaldari og þægilegri gagnvart notendum?