Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Notkun CPT mælinga til þess að áætla sig í lausum jarðlögum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

CPT (Cone Penetration Testing) hefur verið í notkun hérlendis í nokkur ár. Í CPT prófum eru mældir eiginleikar jarðefna „in-situ“. Mikið magn upplýsinga er til um samband mældra CPT gilda og eiginleika jarðefna erlendis. Á Íslandi hafa mæld gildi í CPT prófi hins vegar ekki verið notuð til þess að áætla sigeiginleika í lausum jarðefnum vegna skorts á samanburði við raunverulegt sig eða sigstuðla sem mældir hafa verið á rannsóknarstofu. Með verkefninu er reynt að bæta úr þessu þannig að unnt verði að nota CPT prófanir beint til þess að meta sig. Ef hægt verður að finna samsvörun á milli þessa tveggja þátta ætti að sparast bæði fé og tími.

Tilgangur og markmið:

 

CPT (Cone Penetration Testing) prófanir eru sífellt að verða algengari. Vegagerðin rekur eina bortækið sem getur framkvæmt slíkar prófanir hérlendis. Erlendis hefur verið unnt að nota slíkar prófanir beint við gerð sigspáa. Með því geta sparast umtalsverðar fjárhæðir vegna þess að ekki þarf þá í öllum tilvikum að taka óhreyfð sýni. Nú þegar hafa safnast upp talsverð gögn úr íslenskum CPT prófunum sem ekki hafa verið nýtt við gerð sigspáa. Í verkefninu verður farið yfir fyrirliggjandi gögn um Íslenskar CPT prófanir og þessar prófanir bornar saman við mælt sig ef slíkt hefur verið skráð, og/eða sigstuðla sem fengist hafa með athugunum á óhreyfðum sýnum. Erlendis hefur verið notuð jafna á forminu:

M=α∗(qt−σvo)

til þess að athuga samband sigstuðla (M) og mældra eiginleika jarðefna í CPT prófi (qt og σvo). Hér er það stuðullinn α sem veldur óvissu. Engin gögn eru til um gildi á α í íslenskum jarðefnum. Þessi stuðull getur skv. heimildum verið á bilinu 1-6 fyrir lítið plastískt silti. Með því að yfirfara fyrirliggjandi gögn er vonast til þess að unnt verði að ákvarða þennan stuðul fyrir nokkrar gerðir íslenskra jarðefna. Einnig er vonast til að hægt verði að nýta ný rannsóknargögn úr verkum Vegagerðarinnar árið 2021 við skoðunina.