Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Útfærsla á staðli um endurvinnslu malbiks ÍST EN 13108-8:2016 og heildarmagn malbiksúrgangs á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Endurvinnsla á malbiksúrgangi er einn af þeim fjölmörgu mikilvægu þáttum sem þarf að eiga sér staða til þess að innleiða hringrásarhagkerfið og draga þar með úr auðlindanýtingu og losun gróðurhúsaloftegunda. Til þess að geta staðið sem best að því þurfa fyrirtæki sem starfa í malbiksiðnaðnum að hafa greinargóðar leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig á að standa að þessari endurvinnslu og hversu mikið magn fellur til að malbiksúrgangi sem er tækur til endurvinnslu.

Framkvæmd verkefnisins felst í því að gera spurningakönnun sem send verður á íslensk malbikunarfyrirtæki. Með spurningakönnuninni verður aflað gagna um hindranir sem malbikunarfyrirtæki standa frammi fyrir varðandi endurvinnslu malbiks í bundin slitlög, og þá sérstaklega þeim hindrunum sem snúa að staðli ÍST EN 13108-8:2016. Í spurningakönnuninni verður einnig aflað upplýsinga um heildarmagn malbiksúrgangs. Niðurstöður könnunarinnar verða síðan greindar og þær kynntar fyrir Vegagerðinni, malbiksfyrirtækjum og Staðlaráði Íslands.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur rannsóknarinnar er tvíþætt: að gera ítarlegt grein fyrir hvernig má tryggja að Staðal um endurvinnslu malbiks[1] nýtist sem skildi til þess að tryggja endurvinnslu í framleiðslu bundinna slitlaga og fá greinarbetri mynd af því hvert heildarmagn malbiksúrgangs er hérlendis.  

Rannsóknarspurningar: Hverjir eru helstu hindranir malbiksframleiðanda við framkvæmd og innleiðingu á staðli 13108-8:2016?  Hvert er heildarmagn malbiksúrgangs sem fellur til hérlendis?

Markmið rannsóknarinnar er þannig að veita verklag er varðar framkvæmd þess að endurvinna meira en 10% í bundin slitlög.



[1] ÍST EN 13108-8:2016: Bituminous mixtures – Material specifications – Part 8: Reclaimed asphalt