Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Næmi veðurgilda CNOSSOS-EU – Við íslenskrar aðstæður

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á breytileika hávaðamengunar við mismunandi veðurskilyrði. Markmiðið er að nota upplýsingar úr veðurstöðvum til að meta líkur á vissum veður aðstæðum, bæði hagstæðum sem og óhagstæðum veðurskilyrðum, ásamt breytileika í staðbundum skilyrðum milli svæða.

Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um dreifingu hávaða eftir ríkjandi vindáttum á hverjum stað. Einnig verður skoðuð áhrif veðurskilyrða á talningu á fjölda einstaklinga útsetta fyrir hávaða skv. reglugerð nr. 1000/2005 (Reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir).

Tilgangur og markmið:

 

Í þessari rannsókn verður næmi CNOSSOS-EU reikniaðferðarinnar gagnvart nokkrum mismunandi veðurfræðilegum aðstæðum metin og skoðuð verða tilfelli við raunverulegar aðstæður á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfgefið veðurgildi reiknilíkansins CNOSSOS-EU verður borið saman við mæligögn á 3 stöðum.

Tilgangur verkefnisins er að kanna áhrif þess að nota sjálfgefin veðurgildi í samanburði við staðbundin veðurgildi, á hávaðadreifingu og fjölda einstaklinga sem eru út settir fyrir hávaða skv. reglugerð nr. 1000/2005.. Á Íslandi er mjög gott net af veðurstöðvum. Þess vegna ætti notkun á gögnum frá veðurstöðum að vera ákjósanleg leið til að finna líkur á hagstæðum og einsleitum veðurskilyrðum til að nota við hávaðakortlagningu á landsvísu.