Alverk

Almenn verklýsing fyrir vega- og brúagerð (Alverk) er verklýsing sem gildir fyrir nýbyggingar og viðhald vega, með þeim viðbótum og breytingum, sem gerðar kunna að vera í sérverklýsingu / útboðslýsingu.

Verklýsingin gefur samræmdar reglur um gerð, eftirlit og uppmælingu sambærilegra verkþátta í mismunandi verkum. Hún á að létta gerð útboðsgagna og tryggja að sambærilegar kröfur séu gerðar frá einu verki til annars. Einnig á hún að létta bjóðendum tilboðsgerð með því að samræma útboðsgögn Vegagerðarinnar.

Alverk 95 er aðgengileg hér með pdf skráarformi og er hægt að sækja verklýsinguna í heild sinni eða einstaka kafla.

Alverk 95 allir kaflar Almenn verklýsing fyrir vega- og brúagerð

Verklýsingunni er skipt niður í eftirfarandi kafla:

0: Undirbúningur og aðstaða.
1: Efnisvinnsla, þveranir, girðingar o.fl.
2: Skeringar.
3: Undirbygging.
4: Skurðir, ræsi, holræsi og undirgöng.
5: Burðarlög.
6: Slitlög, axlir og gangstígar.
7: Öryggisbúnaður, umferðarstýring og frágangur.
8: Brýr og önnur steypt mannvirki.
9: Vetrarþjónusta og vetrarvinna.

Öll réttindi eru áskilin. Ekki má endurgera útgáfu þessa eða hluta hennar á neinn hátt nema með leyfi Vegagerðarinnar. Hins vegar er önnur notkun hennar og tilvísanir í hana á eigin ábyrgð heimilar öllum án sérstaks leyfis Vegagerðarinnar.