Umferðarþjónusta - Tilkynning - 9.12.2018

Sveinfríður Högnadóttir 2018-12-09 21:33

Færð og aðstæður

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir og éljagangur á flestum leiðum.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjanesbraut. Hálka og éljagangur er á Hellisheiði, í Þrengslum og flestum leiðum í uppsveitum, en annars hálkublettir og éljagangur nokkuð víða.

Vesturland: Hálka er á Fróðárheiði og Heydal en annars víða hálkublettir.

Vestfirðir: Hálka er á flestum fjallvegum en hálkublettir eru mjög víða á láglendi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Norðurland: Það er að mestu greiðfært í Húnavatnssýslum en hálka eða snjóþekja á útvegum. Hálka er á Þverárfjalli og Öxnadalsheiði og einnig er hálka í Eyjafirði.

Norðausturland: Hálka er á flestum leiðum en snjóþekja á Brekknaheiði.

Austurland: Hálka er á Héraði, á Fagradal og Fjarðarheiði. Hálka og hálkublettir eru með ströndinni að Djúpavogi en greiðfært þar fyrir vestan. 

Suðausturland: Að mestu greiðfært en hálkublettir fyrir vestan Kvísker.

Suðurland: Hálkublettir á öllum leiðum þó er greiðfært undir Eyjafjöllum.  

Framkvæmdir á Grindavíkurvegi

Framkvæmdir standa yfir á Grindavíkurvegi, milli afleggjara að Seltjörn og Bláa lónsins. Unnið er á einni akrein í einu og umferðarhraði tekinn niður. Búast má við einhverjum umferðartöfum en áætluð verklok eru í árslok 2018.