Umferðarþjónusta - Tilkynning - 3.1.2018

Jón Hálfdán Jónasson 2018-01-03 21:54

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Hellisheiði.

Á Suðurlandi er að mestu greiðfært en eitthvað um hálku eða hálkubletti á útvegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Reynisfjalli við Vík.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á láglendi en hálka á fjallvegum.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar. 

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi. Dettifossvegur er lokaður.

Það er einnig hálka og snjóþekja á vegum á Austurlandi og eitthvað um éljagang. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði. Hálka eða hálkublettir er á Suðausturlandi.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.