Umferðarþjónusta - Tilkynning - 26.9.2017

Ingibjörg Daníelsdóttir 2017-09-26 13:07

Ábending frá veðurfræðingi

26. sept kl. 13:00:  Vakin er athygli á því að í nótt og fram eftir morgundeginum er reiknað með stórrigningu suðaustanlands.  Henni fylgja vatnavextir og aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum.  Einkum er um að ræða hringveginn  frá Mýrdalssandi austur um Fáskrúðsfjörð, en líka á hálendinu og fjallvegum þessa landshluta. 

Krýsuvíkurvegur við Reykjanesbraut

Í dag, 26. september, verður Krýsuvíkurvegi lokað, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið fyrir umferð er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan Krýsuvíkurvegur er lokaður.

Þjóðbraut lokuð ofan Smiðjuvalla

Vegna framkvæmda er Þjóðbraut nú lokuð ofan Smiðjuvalla. Eðlileg umferð er á hringtorgi við Aðalgötu. Hjáleið er um Smiðjuvelli og Aðalgötu, eða Grænásveg. Verklok eru áætluð 10. október. 

Framkvæmdir á Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Borgarfjarðarbrú

Nú er unnið að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 er opinn að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga. Því er veginum lokað við Ytra Nesgil og öll umferð upp úr Fnjóskadal er bönnuð.