Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.3.2018

Ingibjörg Daníelsdóttir 2018-03-24 21:35

Færð og aðstæður

Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru greiðfærir en krapi eða hálkublettir eru á nokkrum vegum á Vesturlandi. Fróðárheiði er lokuð.

Hálkublettir eru á köflum á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum. Dynjandisheiði er lokuð vegna aurbleytu og Hrafnseyrarheiði er ófær.

Á Norðurlandi er víðast hvar greiðfært en hálkublettir eru þó á fáeinum vegum.

Á Austur- og Suðausturlandi er víðast hvar greiðfært. Hálka er þó á Öxi og Breiðdalsheiði.

Slitlagsskemmdir

Eftir veturinn hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum þarf sums staðar að takmarka ásþunga umfram það sem almennt gerist. Sjá nánar hér.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.