Umferðarþjónusta - Tilkynning - 24.1.2019

Sigfríður Hallgrímsdóttir 2019-01-24 11:27

Ábendingar frá veðurfræðingi

24. jan. kl. 08:00

Suðvestanlands hvessir heldur með morgninum og skefur staðbundið ásamt ofankomu með köflum. M.a. verður blint á Kjalarnesi og erfið akstursskilyrði frá um kl. 10.00 til 14.00. Eins þó nokkur skafrenningur á Reykjanesbraut nærri hádegi, en síðan hlánar þar um tíma.

Færð og aðstæður

Yfirlit: Vetrarfærð er á landinu, víðast hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sumstaðar éljagangur.

Suðurland: Hálka eða hálkublettir eru á vegum.

Suðvesturland: Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Höfuðborgarsvæðinu og einhver éljagangur. Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum og skafrenningur á nokkrum stöðum  m.a. á Grindavíkurvegi, Hellisheiði og Þrengslum.

Vesturland: Hálka er á aðalleiðum og víða snjóþekja á útvegum. Þæfingsfærð er yfir Draga og í Álftafirði á norðanverðu Snæfellsnesi.

Vestfirðir: Þar er hálka á flestum leiðum en þungfært er norður í Árneshrepp.

Norðurland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum og éljagangur nokkuð víða.

Norðausturland: Víða snjóþekja eða hálka á vegum og éljagangur á stöku stað.

Austurland: Þar er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og snjókoma á Fjarðarheiði.

Suðausturland: Hálka er með suðurströndinni.


Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Vegna vinnu við að breikka Hringveginn er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju.

Á afmörkuðum köflum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við vegamótin að Hringvegi. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæðinu. - Áætluð verklok eru 1. mars nk.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/