Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.1.2018

Jón Hálfdán Jónasson 2018-01-22 9:37

Færð og aðstæður

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir flestum leiðum en þæfingsfærð  í Grafningi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og þæfingsfærð og skafrenningur á mörgum fjallvegum.

Það er hálka eða snjóþekja á vegum í Norður- og Austurlandi. Dettifossvegur er lokaður.

Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni og hvasst í Öræfasveit og óveður á Reynisfjalli.

Tjörublæðingar

Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru að mestu ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda í veginum.