Umferðarþjónusta - Tilkynning - 11.1.2019

Kolbrún Benediksdóttir 2019-01-11 13:25

Færð og aðstæður

Vesturland: Snjóþekja er á Laxárdalsheiði aðrar leiðir eru greiðfærar.

Vestfirðir: Hálka eða hálkublettir á flestum fjallvegum og hálka er í Ísafjarðardjúpi en greiðfært á Barðaströnd.

Norðurland: Hálka og hálkublettir á öllum helstu leiður og snjóþekja á útvegum.

Norðausturland: Hálka er á Tjörnesi og á Mývatns- og Möðrudalsöræfum annars eru hálkublettir mjög víða.

Austurland: Greiðfært er að mestu á Héraði en eitthvað um hálkubletti á fjallvegum og með ströndinni.

Fjaðrárgljúfri lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka Fjaðrárgljúfri. Lokunin tekur gildi í dag, 9. janúar en verður endurskoðuð innan tveggja vikna. Veðurfar hefur leitt til þess að svæðið liggur undir skemmdum vegna ágangs ferðamanna. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið. Ákvörðunin er tekin samkvæmt lögum um náttúruvernd.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi takmarkaður á nokkrum vegum á Vesturlandi og víða á Vestfjörðum. Sjá nánar