Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kristinn Jónsson 2014-04-19 10:40

Ábendingar frá veðurfræðingi

Áframhaldandi éljagangur um vestanvert landið til morguns. Snjófjúk á fjallvegum,
en hiti ofan frostmarks á láglendi í dag. Í kvöld og nótt festir snjó með með tilheyrandi
hálku í kvöld og nótt.

Færð og aðstæður

Hálka og éljagangur er á Hellisheiði. Hálka eða hálkublettir víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Á Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur og snjóþekja og skafrenningur á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum en víða snjóþekja eða hálka. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðvesturlandi  er víða krapi eða hálka og einhver éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Þverárfjalli. Á Norðausturlandi eru flestir vegir greiðfærir. Þó eru hálkublettir á Öxnadalsheið og á Dettifossvegi.

Opið er yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi  og um Vopnafjarðarheiði en þar eru hálkublettir á Möðrudalsöræfum. Vegir á Austurlandi eru að mestu greiðfærir þó eru hálkublettir á Fjarðarheiði.

Vegir eru að mestu auðir á Suðausturlandi, þó er snjóþekja frá Klaustri að Mýrdalssandi.

Akstursbann á hálendinu

Meðan frost er að fara úr jörð þarf víða að banna allan akstur á hálendinu til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum og náttúru. Þeir sem hyggja á fjallaferðir eru beðnir að kynna sér ástand á viðkomandi leiðum og virða akstursbann þar sem það er í gildi. Sjá nánar hér

Þungatakmarkanir

Vegna aurbleytu og/eða hættu á slitlagsskemmdum þarf sumsstaðar að takmarka ásþunga. Frekari upplýsingar má sjá með að því að smella hér eða í síma 1777.


Vinna í Múlagöngum

Vegna vinnu við endurnýjun á rafkerfum í Múlagöngum má búast við umferðartöfum þar yfir nóttina, frá kl. 21:00 til kl. 06:00 að morgni. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Sjá staðsetningu hreindýra hér.