Umferðarþjónusta - Tilkynning

Sveinfríður Högnadóttir 2016-02-08 8:57

Færð og aðstæður

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en einnig hálka eða hálkublettir á flestum öðrum vegum á Suðurlandi. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði.

Á Vesturlandi er mest megnis hálka eða snjóþekja.

Hálka eða snjóþekja og skafrenningur er á flestum leiðum á Vestfjörðum.  Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hjallhálsi. Á vegi 60 er umferð vísað um vetrarveg við Bæjardalsá og Geiradalsá.

Á Norðvesturlandi er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum en á Norðausturlandi er einnig snjóþekja eða hálka en þar er meira um skafrenning eða éljagang.

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi og skafrenningur víða. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum, Vatnsskarði eystra og  á Fjarðarheiði. 

Hálka er með suðausturströndinni.

Umferðartafir í Strákagöngum

Vegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00 til 18:00. Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi og virða hraðatakmarkanir.