Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kolbrún Benediksdóttir 2015-10-09 14:29

Ábendingar frá veðurfræðingi kl: 14:00

Í kvöld lægir og léttir til á suðvestan- og vestanverðu landinu. Ísing getur þá auðveldlega myndast þar sem vegir eru blautir. NV til, bæði á Vestfjörðum og Norðvesturlandi er rigning á láglendi en slydda á fjallvegi.   Búist er við krapa á fjallvegum og má gera ráð fyrir hálku í kvöld og nótt, bæði á láglendi og fjallvegum.

Færð

Hálkublettir eru á Fagradal og Oddsskarði. Krapi er á Hrafnseyrarheiði.

Færð og aðstæður

Vakin er athygli á að hálendisvegir eru ekki í þjónustu á þessum árstíma og færð er ekki  könnuð með reglubundnum hætti. Þó er vitað að færð er þar sumstaðar farin að spillast, einkum norðanlands og er Eyjafjarðarleið lokuð. Einnig geta ýmsar leiðir verið varasamar vegna síbreytilegs vatnsmagns í ám.

Lokað

Brúin yfir Eldvatn við Ása er lokuð vegna skemmda. Einnig er austasti hluti F208 lokaður vegna skemmda út frá Skaftárhlaupi.

Vinna á  Reykjanesbraut

Vegna framkvæmda við hringtorg á Reykjanesbraut er lokað fyrir umferð um Stekk. Umferðarhraði hefur verið lækkaður í 50 km/klst á vinnusvæðinu. Vegfarendum er bent á að nota mislæg gatnamót í Innri-Njarðvík eða hringtorg við Grænás.  Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember.

Vegna vinnu við vegfláa og vegrið á Reykjanesbraut milli Fitja í Njarðvík og Grindavíkurgatnamóta verða smávægilegar umferðatafir á milli kl:  8:00 - 18:00. Hraði um vinnusvæðið er lækkaður í 70 km/klst.

Siglufjarðarvegur

Unnið er að viðgerðum á Siglufjarðarvegi, umferðarhraði er á köflum tekinn niður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.

Álftanesvegur um Engidal

Fram undir miðjan október verður unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðihverfis og má búast við nokkurri röskun á umferð á meðan.

Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að framkvæmdir standi fram í nóvember.                       

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem vinna við vegsvæði veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.