Umferðarþjónusta - Tilkynning

Ingibjörg Daníelsdóttir 2015-09-03 13:40

Siglufjarðarvegur

Unnið er að viðgerðum á Siglufjarðarvegi eftir skriðuföllin um síðustu helgi. Umferðarhraði er á köflum tekinn niður í 50 km/klst. og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát og tillitssemi.

Malbikun á höfuðborgarsvæðinu

Í dag, fimmtudaginn 3. september, er unnið við malbikun á Hringvegi (1) á Kjalarnesi á milli Brautarholtsvegar og Hvalfjarðarvegar. Búast má við að vinna standi til kl. 21. Nokkur truflun verður á umferð meðan á framkvæmdum stendur. Ef veður leyfir verður haldið áfram með vinnu á þessum sama kafla á morgun, föstudag, og þá einnig unnið fram á kvöld.

Í dag verða malbiksviðgerðir á Kalkofnsvegi. Unnið er á einni akrein í einu og henni þá lokað í stutta stund. Einhverjar tafir geta því orðið á umferð meðan á vinnu stendur en umferð verður stjórnað og hjáleiðir merktar ef þörf er á. Áætlaður verktími er til kl. 17:00.
 
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát þegar ekið er um vinnusvæði og virða merkingar.

Álftanesvegur um Engidal

Fyrri hluta september er unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðishverfis og má búast við nokkurri röskun á umferð á meðan. Áætlað er að verkinu verði lokið að fullu 14. september. Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Umferðartafir í Kömbum.

Verið er að setja ræsi undir hringveginn um Hellisheiði, efst í Kömbum. Umferð er beint um hjáleið og hraði tekinn niður í 50 km/klst. á þessu svæði.

Lokað í Vatnsdal

Brúin yfir Vatnsdalsá, innst í Vatnsdal við Grímstungu er lokuð um óákveðinn tíma.

Hringtorg á  Reykjanesbraut

Vegna framkvæmda við nýtt hringtorg á Reykjanesbraut við Fitjar er þrengt að umferð á leið til Reykjavíkur á um 400 m kafla við Stekk. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember.

Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                       

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Hálendi

Hálendisvegir eru flestir opnir en þó er aksturbann áfram í gildi á nokkrum fáförnum leiðum. Sjá nánar hér