Umferðarþjónusta - Tilkynning

Jón Hálfdán Jónasson 2015-08-28 15:52

Lokað.

Vegurinn norðan Bjarnafjarðar á Ströndum er lokaður vegna skriðufalla og vatnavaxta.

Siglufjarðarvegur.

Siglufjarðarvegur er lokaður vestan við Strákagöng vegna skriðufalla.

Ábendingar frá veðurfræðingi.

Vindröstin með N-áttinni verður viðvarandi yfir vestanverðu landinu í dag. Því má reikna með vindhviðum um og yfir 30 m/s á Kjalarnesi og eins í Staðarsveit á Snæfellsnesi allt þar til seint í kvöld.

Framkvæmdir.

Á morgun, laugardaginn 29. ágúst verður unnið við malbikun á Holtavegi á milli Sæbrautar (Reykjanesbrautar) og Holtabakka.

Byrjað verður um kl. 8 um morguninn að undirbúa malbikun.

Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan framkvæmdum stendur. Lokað verður fram eftir degi á þessum kafla vegarins.


Mánudaginn 31. ágúst verður malbikun í gangi milli Helgamelar og Melasveitarvegar. ( Hringvegur 1, Hafnarvegur - Borgarfjarðarbraut.) Byrjað verður kl.: 08:00 um morguninn að undirbúa malbikun. Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan framkvæmdum stendur.

                           

Mánudaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 1. september verður unnið við malbikun á Hringvegi (1) á Kjalarnesi. ATH. að framkvæmdir standa yfir í 2 daga.

Byrjað verður um kl. 8 um morguninn að undirbúa malbikun og má búast við að framkvæmdir standi til kl. 21. Nokkur truflun verður á þessum vegkafla á meðan framkvæmdum stendur.


Vegna framkvæmda við lagningar rafstrengs til Helguvíkur hefur Reykjanesbraut sunnan við Rósaselstorg verið grafin í sundur og hjáleið verið merkt.
Vinsamlegast farið varlega í kringum vinnusvæðið og virðið hraðatakmarkanir.
 

Vegfarendur eru beðnir um að virða vinnusvæðamerkingar og sýna aðgát á vinnusvæðum.

Álftanesvegur um Engidal.

Næstu tvær vikur verður unnið við breikkun og lagfæringar á Álftanesvegi um Engidal milli Hafnarfjarðarvegar og Prýðihverfis. Meðan á þessari framkvæmd stendur má búast við nokkurri röskun á umferð um svæðið. Áætlað er að verkinu verði lokið að fullu 14. september n.k. Verði þörf á að koma upp tímabundnum hjáleiðum vegna einhverra þátta framkvæmdarinnar verður það auglýst sérstaklega.  Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Lokað.

Brúin yfir Vatnsdalsá, innst í Vatnsdal við Grímstungu er lokuð um óákveðinn tíma.



Umferðartafir í Kömbum.

Unnið er við að setja niður ræsi í gegnum hringveginn á Hellisheiði efst í Kömbum. Umferð verður beint um hjáleið og verður hraði tekinn niður í 50 km/klst á þessu svæði. Áætlað er að verkinu ljúki í byrjun september.

Framkvæmdir við hringtorg á  Reykjanesbraut

Vegna framkvæmda við nýtt hringtorg á Reykjanesbraut við Fitjar verður þrengt að umferð á leið til Reykjavíkur á um 400 m kafla við Stekk.  Til að byrja með verður umferðarhraði óbreyttur meðfram vinnusvæðinu,  70 km/klst.  Áætlað er að framkvæmdum ljúki í nóvember.

Vinna við undirgöng í Mosfellsbæ

Vegna framkvæmda við undirgöng undir Vesturlandsveg á móts við Aðaltún í Mosfellsbæ, er umferð þar beint um hjáleið. Hraði er tekinn niður í 50 km/klst. Áætlað er að nota þurfi hjáleiðina fram yfir miðjan september og að framkvæmdum ljúki í nóvember.                       

Vegfarendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni.

Hálendi

Hálendisvegir eru nú flestir opnir en sumstaðar er þó aksturbann áfram í gildi, sjá nánar hér