Umferðarþjónusta - Tilkynning

Ingibjörg Daníelsdóttir 2015-03-28 21:56

Færð og aðstæður

Aðalleiðir á Suðurlandi eru mikið til auðar eða aðeins með hálkublettum en  hálka, krapi eða snjóþekja er sumstaðar á útvegum.

Það er hált á köflum á Vesturlandi og sumstaðar krap eða snjóþekja. Fróðárheiði er ófær.

Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum og sumstaðar éljagangur. Steingrímsfjarðarheiði er þungfær og eins er þungfært á köflum á Ströndum.

Á Norðurlandi er vaxandi éljagangur og víða nokkur hálka.

Hálkublettir eru yfir Möðrudalsöræfi og eins á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Oddskarði. Vegir eru annars greiðfærir á Austurlandi - og á Suðausturlandi vestur í Öræfi en þaðan  eru hálkublettir vestur fyrir Vík.

Ásþungi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 víða verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn. Sjá nánar: Hér

Vinna við brú við Þrastalund

Vegna vinnu við brúargólf á brúnni yfir Sogið við Þrastalund er önnur akreinin lokuð en umferð er stýrt með ljósum. Reiknað er með að vinnan standi yfir til 20. júní.