Umferðarþjónusta - Tilkynning

Kolbrún Benediksdóttir 2015-03-02 21:51

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en eitthvað er um hálkubletti og hálka er á fjallvegum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vestfjörðum. Ófært er á Klettshálsi en þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Hjallahálsi.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir, éljagangur og eitthvað um skafrenning. Þæfingur er á Þverárfjalli.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir.

Suðausturströndinni er að mestu greiðfært frá Breiðdalsvík í Suðursveit en hálka eða snjóþekja þar fyrir vestan.

Múlagöng

Vegna vinnu í Múlagöngum aðfaranótt 03. mars má búast við
umferðartöfum þar frá kl: 23:00 í kvöld til klukkan sex að morgni.


Lokun vegna eldsumbrota

Almannavarnir hafa lokað  leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður að hluta. Hægt er að sjá lokuð svæði hér.