Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 6.3.2018

6.3.2018 6:36

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir á fáeinum vegum á Suður og Suðvesturlandi, þ.á.m. Hellisheiði og Mosfellsheiði, en vegir þar eru þó að mestu auðir.

Verið er að  kanna færð í flestum landshlutum og nánari fréttir eiga að berast fyrir klukkan hálf-átta.

Skemmdir á slitlagi

Eftir veðurfarið að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 sums staðar verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn. Á fáeinum vegum er ásþungi takmarkaður við 7 tonn.   Sjá nánar hér

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.