Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

6.3.2017 12:43

Færð og aðstæður

Það eru hálkublettir í Þrengslum og á Hellisheiði. Hálka eða hálkublettir eru mjög víða á Suðvestur- og Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Eitthvað er um éljagang á fjallvegum á Vestfjörðum og snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði. 

Á Norðurlandi vestra er talsvert autt en þó sums staðar hálka eða hálkublettir og þá helst  á fjallvegum og útvegum.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðaustur- og Austurlandi og snjókoma eða éljagangur.

Með suðausturströndinni er talsvert autt en þá er eitthvað um hálkubletti.

Lokun

Í kvöld mánudaginn 6.mars verður akrein til austurs um Reykjanesbraut lokuð frá Krýsuvíkurvegi og u.þ.b. einn kílómeter áleiðis að Ásbraut vegna vinnu við borkjarnatöku. Umferð verður beint um hjáleið um Krýsuvíkurveg og Vallarhverfi í Hafnarfirði. Lokanir og hjáleiðir verða merktar meðan á framkvæmd stendur.

Lokað veður kl. 19:00 og áætlað er að framkvæmdin standi til kl. 21:30

Tafir

Vegna vinnu í Múlagöngum dagana 5. mars til 7. mars má reikna með umferðartöfum þar frá klukkan 21:00 til 06:00 að morgni.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá kl. 08:00 þriðjudaginn 7. mars eftirtöldum vegum, Snæfellsnesvegi 54 frá Borgarnesi og öllum vegum á Snæfellsnesi.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.


Framkvæmdir við Biskupstungnabraut.

Sumarið 2017 verða framkvæmdir við  Biskupstungnabraut frá Geysi að brúnni yfir Tungufljót. Áformað er að verkið byrji um leið og snjóa leysir og verður fyrsta skref að breikka núverandi veg. Ekki er búist við umferðartöfum á meðan þessi framkvæmd fer fram.

Í byrjun maí verður unnið við útlögn burðarlaga og þá má búast við umferðartöfum.

Suðurtak ehf. er verktaki í þessu verki, þeir munu vinna að næturlagi þegar hægt er að koma því við.