Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 23.3.2017

23.3.2017 19:52

Ábendingar frá veðurfræðingi

Í kvöld snýst í hvassa suðvestanátt með éljum og takmörkuðu skyggni til fjalla á vestanverðu landinu.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Mosfellsheiði en vegir á Suðurlandi eru víða að verða auðir en þó er enn krapi eða hálkublettir á nokkrum útvegum.

Á Vesturlandi er víða greiðfært en þó eru hálkublettir á nokkrum köflum. Hálkublettir eru á fjallvegum á Vestfjörðum en greiðfært á láglendi.

Aðalleiðir á Norðurlandi vestra eru greiðfærar. Norðaustanlands eru hálkublettir á nokkrum leiðum og hálka og skafrenningur á Hólasandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Mývatnsöræfum en snjóþekja og skafrenningur á Möðrudalsöræfum.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en eitthvað er um hálkublettir.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum verður viðauki 1 felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn frá kl. 12:00 föstudaginn 24. mars, á eftirtöldum vegum: Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni, Barðastrandarvegi 62, Bíldudalsvegi 63, Djúpvegi 61 að Flugvallarvegi Skutulsfirði, Laxárdalsheiði 59, Innstrandavegi 68 frá Borðeyri og á Drangsnesvegi 643.

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.