Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 2.3.2018

2.3.2018 7:14

Færð og aðstæður

Á Suður- og Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en eitthvað er um hálkubletti.

Á Vestfjörðum eru vegir víðast hvar greiðfærir á láglendi en sumstaðar eru hálkublettir. Snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og þar er einnig skafrenningur. Hálka er á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi vestra eru vegir að mestu greiðfærir en hálka er á Þverárfjalli og á Vatnsskarði og eitthvað er um hálkubletti í Skagafirði.
 
Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur.

Á Austurlandi er víða hálka eða snjóþekja og eitthvað um skafrenning. Þæfingur og snjókoma er á Möðrudalsöræfum.

Á Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálka og skafrenningur er við Kvísker.

Skemmdir á slitlagi

Eftir veðurfarið að undanförnu hefur mikið borið á slitlagsskemmdum á vegum. Á þessum árstíma er aðeins hægt að bregðast við með ófullkomnum bráðabirgðaviðgerðum og því eru vegfarendur beðnir að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 verið felldur úr gildi og ásþungi miðaður við 10 tonn í flestum landshlutum. Á fáeinum leiðum er ásþungi takmarkaður við 7 tonn.   Sjá nánar hér

Þingskálavegur

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.