Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 22.3.2017

22.3.2017 20:38

Ábendingar frá veðurfræðingi

Í nótt hvessir af suðri með rigningu eða slyddu SV-til en snjókomu til fjalla, og eins á Vestur og Norðvesturlandi. Búast má við skafrenningi og lélegu skyggni sums staðar á fjallvegum snemma í fyrramálið.

Færð og aðstæður

Vegir á Suðurlandi eru að mestu auðir en þó eru hálkublettir sums staðar á útvegum. 

Eins eru margir vegir greiðfærir á Vesturlandi en þó eru hálkublettir á nokkrum leiðum.  Nokkur hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vestfjörðum en snjóþekja  á Ströndum norðan Steingrímsfjarðar.

Aðalleiðir á Norðurlandi vestra eru auðar eða með hálkublettum en á Norðurlandi eystra eru hálkublettir eða hálka á vegum.

Það er hált á köflum á Austurlandi en með ströndinni suður um er nú orðið greiðfært suður að Kirkjubæjarklaustri en þar taka við hálkublettir eða hálka og skafrenningur.


Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.