Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 21.3.2017

21.3.2017 21:55

Umferðartafir

Búast má við smávegis umferðartöfum í Héðinsfjarðargöngum í dag 21. mars.

Færð og aðstæður

Á Suðurlandi og Suðurnesjum er víða hálka eða hálkublettir og éljagangur. 

Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og éljagangur.

Hálka eða hálkublettir eru víða á Vestfjörðum og lítilsháttar él.

Aðalleiðir á Norðurlandi vestra eru að mestu greiðfærar en hálkublettir á útvegum.  Á Norðurlandi eystra er aftur á móti hálka eða hálkublettir og einhver éljagangur með ströndinni.  

Á Austurlandi er víðast nokkur hálka eða snjóþekja.

Hálkublettir eða hálka er á köflum með suðausturströndinni. 

Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin lokuð og umferð er stýrt með ljósum. Áætluð verklok eru 15. júní 2017.