Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 2.12.2017

2.12.2017 10:23

Framkvæmdir

Unnið er að viðgerð á Grindavíkurvegi í dag, laugardaginn 2. desember. Þrengt er að umferð við vinnusvæðin og umferð stýrt framhjá ef þörf krefur á meðan - eða frá kl. 9:00 og fram eftir degi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Færð og aðstæður

Eftir hlýindi undanfarinna daga hefur mikið tekið upp og vegir eru víðast hvar greiðfærir þótt sums staðar séu hálkublettir eða jafnvel hálka á útvegum og fáeinum fjallvegum. Sums staðar er nokkuð hvasst s.s. á Hófaskarði, Möðrudalsöræfum, Breiðdalsheiði og Reynisfjalli.

Breiðafjarðarferjan Baldur

Breiðafjarðarferjan Baldur er í viðgerð og  á meðan er vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða lengd til klukkan 20:00.

Hálendisvegir

Vegir á hálendinu eru flestir ófærir enda engin þjónusta á þeim á þessum árstíma. Allur akstur er bannaður á vegi 864 fyrir austan Jökulsá á Fjöllum vegna skemmda á veginum.