Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 20.1.2019

20.1.2019 19:09

Lokað

Búið er að loka veginum um Kjalarnes vegna veðurs og eins er lokað yfir Hellisheiði og Þrengsli og ekkert ferðaveður. Búist er við því að veður skáni upp úr kl. 21.

Ábending frá veðurfræðingi

20. jan. kl. 10:00 - Gul viðvörun

Skil með SA- hvassviðri og úrkomu fara hratt NA yfir landið í kvöld og nótt.  Hlánar á láglendi á Höfuðborgarsvæðinu, en á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands er spáð hríð, skafrenningi og slæmu skyggni frá kl. 18 og 21. Eins í kvöld í uppsveitum Suðurlands.

Færð og aðstæður


Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir eru á öllum stofnbrautum.

Suðvesturland: Hálkublettir er á Reykjanesbraut og á Grindavíkurvegi, hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Sandskeiði og Þrengslum og þar hefur verið lýst yfir óvissustigi. Hálka eða snjóþekja á öðrum leiðum.

Vesturland: Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en hálka og snjóþekja á öðrum leiðum og þó nokkur éljagangur. Skafrenningur er á Vatnaleið og lokað á  Fróðárheiði.

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka og eitthvað um éljagang.  

Norðurland: Vetrarfærð, snjóþekja, hálka eða hálkublettir og eitthvað um éljagang.

Norðausturland: Hálka og töluverður skafrenningur. Þungfært er á Hólasandi.

Austurland: Hálka er á Héraði. Hálka og skafrenningur er á Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra en hálkublettir eru með ströndinni.

Suðausturland: Hálka, hálkublettir og eitthvað um éljagang.

Suðurland: Hálka, snjóþekja og éljagangur. 

Framkvæmdir á Suðurlandsvegi

Vegna vinnu við að breikka Hringveginn er hámarkshraði takmarkaður við 70 km/klst á um 3 km kafla frá Hveragerði austur að Kotstrandarkirkju.

Á afmörkuðum svæðum við Varmá og austur fyrir gatnamót að Ölfusborgum er hámarkshraði takmarkaður við 50 km/klst. Einnig á vestri enda Hvammsvegar við gatnamót Hringvegar. Framúrakstur er bannaður á framkvæmdasvæði. - Áætluð verklok eru 1. mars nk.

Fjaðrárgljúfur lokað

Vakin er athygli á að Umhverfisstofnun hefur lokað Fjaðrárgljúfri en lokunin verður endurskoðuð ekki síðar en 23. janúar. Þetta er gert bæði af öryggisástæðum og til að koma í veg fyrir frekari gróðurskemmdir á svæðinu. Bílastæðið er einnig lokað og ekki er hægt að leggja bílum í næsta nágrenni við svæðið.

Vaðlaheiðargöng

Leiðbeiningar um verð og greiðsluleiðir er að finna á vefnum https://www.veggjald.is/