Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 16.8.2017

16.8.2017 12:55

Framkvæmdir

Nú er að hefjast lokaáfanginn við gólfviðgerð á Borgarfjarðarbrú. Umferð verður stýrt með ljósum. Verkinu á að ljúka 14. nóvember.

Í dag  er Orkubú Vestfjarða með framkvæmdir við veg hjá Brekkuvöllum á Barðaströnd.  Vegurinn lokast ekki en önnur akreinin getur verið lokuð annað slagið.

Á morgun, fimmtudaginn 17. ágúst, er stefnt að því að fræsa og malbika hægri akrein á Miklubraut, frá Flugvallarvegi í átt að Lönguhlíð. Akreininni verður lokað, umferðarhraði lækkaður og má búast við lítilsháttar umferðartöfum frá kl. 18:00 til kl. 06:00. -  Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Verið er að gera tvö hringtorg á Reykjanesbraut (41), annars vegar við Aðalgötu og hins vegar við Þjóðbraut. Umferð hefur verið hleypt á hringtorgið við Aðalgötu en Aðalgata verður lokuð fram í byrjun september. Ökumönnum er bent á hjáleið yfir á Þjóðbraut eða að aka um Garðaveg.  Verkinu í heild á að ljúka í september.

Framkvæmdir á Reykjanesbraut og Krýsuvíkurvegi 

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í stutta stund, allt að þrisvar sinnum á dag.

Verið er að byggja nýtt hringtorg á  Krýsuvíkurvegi (42), en um er að ræða gatnatengingar að Dofrahellu og Ásvallabraut (Klukkutorg).  Gert er ráð fyrir að hringtorgið verði tekið í notkun 1. september 2017.

Vaðlaheiðarvegur

Vaðlaheiðarvegur 832 hefur verið opnaður að hluta, þ.e. 12 km kafli upp úr Eyjafirði en vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng í Fnjóskadal er ekki hægt að láta umferð fara um vinnusvæðið við Skóga, því er veginum lokað við Ytra Nesgil. Öll umferð upp úr Fnjóskadal er því bönnuð.

Hálendiskort

Sjá hér