Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning - 12.6.2017

12.6.2017 15:22

Malbikun og fræsingar mánudaginn 12.júní

Mánudaginn 12.júní er stefnt að því að fræsa og malbika tvær akreinar á Reykjanesbraut austan megin gatnamót við Voga á Vatnsleysuströnd. Fyrst verður malbikað á hægri akrein til vesturs og svo strax í kjölfarið á vinstri akrein til austurs. Akreinunum verður lokað og umferðarhraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 7:00 til kl. 20:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Framkvæmdir á Reykjanesbraut þriðjudaginn 13. júní

Þriðjudaginn 13.júní er stefnt að því að fræsa tvær akreinar á Reykjanesbraut vestan megin við gatnamót við Grindavíkurveg, í átt að Reykjavík. Annarri akrein verður lokað í einu og umferðarhraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 8:00 til kl. 13:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.


Krýsuvíkurvegur (42), framkvæmdir við nýtt hringtorg

Unnið er að byggingu nýs hringtorgs á  Krýsuvíkurvegi (42), en um er að ræða gatnatengingar að Dofrahellu og Ásvallabraut (Klukkutorg).  Framkvæmdir munu standa yfir í sumar og er gert ráð fyrir að hringtorg verði tekið í notkun 1. september 2017.  Í upphafi verður unnið meðfram Krýsuvíkurvegi (42) og síðar í sumar verður umferð færð yfir á hjáleið við hlið framkvæmdasvæðis.

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við vinnusvæðið.“

Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg

Unnið er við mislæg vegamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði. Umferð fer á kafla um hjáleið á Reykjanesbraut sunnan Hafnarfjarðar. Leyfður umferðarhraði þar er 50 km/klst.

Vegna vinnu við sprengingar á framkvæmdasvæðinu þarf að stöðva umferð á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða merkingar við vinnusvæðið.

Krýsuvíkurvegi hefur verið lokað tímabundið, milli Rauðhellu og hringtorgs við Hraunhellu / Hringhellu. Merkt hjáleið er um Rauðhellu og Hringhellu á meðan lokun Krýsuvíkurvegar varir (u.þ.b. til 24 júní).


Umferðartafir á Hringvegi

Vegna endurbóta á Hringvegi í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu er umferðarhraði takmarkaður við 50 km/klst á framkvæmdasvæðinu fram í miðjan júlí. Þrengt er að umferð og má búast við lítilsháttar umferðartöfum á meðan framkvæmdir standa yfir. - Vegfarendur eru beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðið þar sem menn og tæki eru við vinnu á og við akbrautina.

Búast má við umtalsverðum umferðartöfum á brúnni á Jökulsá í Lóni, um 20-30 mín í senn, milli kl 07.00 – 19.00  fram til 30. júní vegna framkvæmda.