Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

6.5.2016 17:01

Ábendinar frá veðurfræðingi

Í kvöld kemur úr norðri enn einn bakkinn.  Honum fylgir snjókoma og skafrenningur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum í kvöld og nótt.  Norðvestan vindur allt að 10-15 m/s og skefur í skafla á veginum.  Bleytusnjór eða krapi verður víða á láglendi s.s. við Siglufjörð og Ólafsfjörð og eins með ströndinni við Húsavík og þar fyrir austan.  Rofar mikið til snemma í fyrramálið.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Suðausturland.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Fróðárheiði. 

Á Vestfjörður er snjóþekja eða hálkublettir á nokkru fjallvegum. Snjóþekja og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og aðeins fært vetrabúnum bílum. Vegir á láglendi eru greiðfærir.

Á Norðurlandi vestra eru vegir að mestu greiðfærir.

Norðaustanlands eru vegir greiðfærir að mestu á láglendi en eitthvað er um snjóþekju eða hálkubletti. Snjóþekja er á Hólasandi og krapasnjór á Dettifossvegi. Víða er þoka.

Á Austurlandi eru vegir greiðfærir að mestu en hálkublettir eru á Breiðdalsheiði, á Vatnsskarði eystra og á Vopnafjarðarheiði.

Vegurinn um Öxi er lokaður.


Vinna við Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lokuð  og er umferð stýrt með ljósum. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki 20. júní nk.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi sums staðar takmarkaður við tíu, eða jafnvel sjö tonn. Nánari upplýsingar má sjá hér