Tilkynning um færð og ástand

Umferðarþjónusta - Tilkynning

5.5.2016 16:43

Aðvörun

Þæfingur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði. Búið er að setja lokunarpóst fyrir en vel útbúnir bílar fá að fara. Vegfarendur sem eru á fólksbílum og með sumardekk eru beðnir að bíða meðan veður gengur yfir og fylgjast vel með upplýsingum um færð.

Færð og aðstæður

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Suðausturland. Óveður er við Kjalarnes en greiðfært.

Á Vesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Óveður er sunnanmeginn á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörður er snjóþekja eða hálkublettir á nokkru fjallvegum en ófært er á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Vegir á láglendi eru greiðfærir.

Á Norðurlandi vestra eru vegir að mestu greiðfærir en snjóþekja er á Þverárfjalli en hálkublettir eru á  Vatnsskarði.

Norðaustanlands eru vegir greiðfærir að mestu á láglendi en eitthvað er um snjóþekja eða hálkublettir. Éljagangur er mjög víða og skafrenningur. Þæfingur er á Mývatnsöræfum en þungfært er á Hólasandi.

Á Austurlandi eru vegir greiðfærir að mestu á láglendi en hálkublettir á fjallvegum. Þæfingur er á Hárekstaðarleið, Möðrudalsöræfum og   Vopnafjarðarheiði og ekki fólksbíla fært.

Vegurinn um Öxi er lokaður


Vinna við Borgarfjarðarbrú

Vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lokuð  og er umferð stýrt með ljósum. Áætlað er að framkvæmdunum ljúki 20. júní nk.

Þungatakmarkanir

Vegna hættu á slitlagsskemmdum er ásþungi sums staðar takmarkaður við tíu, eða jafnvel sjö tonn. Nánari upplýsingar má sjá hér