Fréttir
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni
  • Fundur í vetrarþjóunustunni

Farið yfir vetrarþjónustuna með verktökum

nýjung að vera með snjómokstursbíla með hliðarvængjum

16.1.2015

Nauðsynlegt er að fara vel yfir vetrarþjónustuna á höfuðborgarsvæðinu með verktökum sem henni sinna, það er gert reglulega og var einn slíkur fundur haldinn í síðasta mánuði. Þar komu saman verktakar, fulltrúar Vegagerðarinnar og Samgöngustofu og hlustuðu á fyrirlestra um þessi mikilvægu verk.

Fundur um vetrarþjónustumál
Á fundinn mættu starfsmenn frá sex snjómokstursverktökum sem sinna vetrarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og vegum út frá höfuðborginni. Starfsmenn Vegagerðarinnar og starfsmenn Samgöngustofu. Verktakarnir eru Borgarverk, IJ. Landstak, Höfði/Hilmar Ólafsson, Íslenska gámafélagið, Kolur og Hlaðbær-Colas.

Í lóðina mættu 13 snjómokstursbílar og tveir af þeim voru með hliðarvængi sem er nýjung til að bæta þjónustuna. Í nýjasta snjómokstursútboði Vegagerðarinnar fyrir tímabilið 2014/15 til 2019 var beðið um bíla með hliðarvængi. Af þeim 13 bílum sem mættu í lóðina voru tveir þeirra með hliðarvængi, þeir voru á bílum frá Höfða og Kol. Sjá á myndunum.

Mikil umræða hefur verið um hliðarvængi á mokstursbílum og sýnist sitt hverjum. Vegagerðin óskaði eftir hliðarvængjum á stóru stofnæðarnar í höfuðborginni og vegina út frá henni sem eru með mörgum akreinum og breiðum öxlum. Hliðarvængur á bíl hreinsar stærra svæði í hverri ferð og gefur svigrúm til tíðari, fljótvirkari og hagkvæmari moksturs.

Sumir verktakar, bílstjórar hafa varað við notkun á hliðarvængjum, segja að það sé erfitt að nota þá og þeir eigi ekki við á íslenskum vegum. Það verði erfitt að reka þá ekki í kantsteina, umferðarmerki, stikur og jafnvel ljósastaura. Einnig telja þeir hliðarvængi mikla hættu fyrir umferðina, að bílstjórar átti sig ekki á því að það séu hliðarvængir í notkun við hlið mokstursbíls og keyri á þá.

Vegagerðin bendir á að hliðarvængur hafi verið notaður á mokstursbíl hjá Vegagerðinni á árunum 1995 til 1998 og komið mjög vel út. Sá bíll var við snjómokstur á Reykjanesbraut. Einnig bendir Vegagerðin á að hliðarvængir séu notaðir á snjómokstursbílum í öðrum löndum þannig að það ætti að vera hægt að nota þá hér líka.

Eigi að síður er rétt að minna vegfarendur á að fara varlega í nánd við snjómoksturstæki en það á við um öll vinnutæki á og við vegi. En hafa í huga að snjómokstursbíll með hliðarvængi er breiðari en ella.

Borgarverk: 
Sinnir vetrarþjónustu á Vesturlandsvegi frá hringtorgi við Bauhaus að Hvalfjarðargöngum, Hvalfjarðarvegi og Þingvallavegi.

Einnig sinnir Borgarverk vetrarþjónustu á vegum fyrir norðan Hvalfjarðargöng í Akranes og Borgarnes að Sandalsá í Norðurárdal upp undir Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og að Heydalsgatnamótum vestur á Mýrum.

IJ. Landstak ehf.:
Sinnir vetrarþjónustu á Suðurlandsvegi frá hringtorgi við Norðlingavað í Reykjavík að Selfossi.

Einnig sinnir IJ. Landstak vetrarþjónustu á vegum í Ölfusi og Uppsveitum Suðurlands.

Höfði og Hilmar Ólafsson:
Sinna stærstu stofnbrautunum á stór-höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandsvegi að Bauhaus, Suðurlandsvegi að Norðlingahringtorgi, Miklabraut vestur að Hringbraut, Kringlumýrarbraut, Hafnarfjarðarvegi, Reykjanesbraut frá Sæbraut að Ásbraut í Hafnarfirði. Strandgötu í Hafnarfirði, Álftanesvegi, Elliðavatnsveg (Flóttamannaleið) Vífilstaðaveg, Arnarnesveg, Nýbýlaveg og Breiðholtsbraut.

Íslenska Gámafélagið og Kolur:
Sinna Reykjanesbraut frá Ásbraut í Hafnarfirði að Flugstöð, og Suðurnesjum. Vogavegi, Grindavíkurvegi, Sandgerðisvegi, Garðskagavegi, Hafnarvegi, Nesvegi, Suðurstrandarvegi að Krýsuvíkurvegi og Krýsuvíkurvegi.

Hlaðbær Colas:
Sinna eftirliti á Stór Höfuðborgarsvæðinu og á vegunum út frá Höfuðborginni.

Vegagerðin, Þjónustustöðin í Hafnarfirði vill þakka öllum verktökum og starfsmönnum þeirra fyrir komuna og ánægjulegan dag með þeim. Sérstaklega var gaman að fá alla þessa snjómokstursbíla í lóðina uppstillta og flotta. Einnig var ánægjulegt að fá starfsmenn Samgöngustofu, Vegagerðarmenn frá öðrum starfsstöðvum og starfsmenn þjónustudeildar, til skrafs í þjónustustöðina í Hafnarfirði.

Sjá einnig í Framkvæmdafréttum.