Fréttir
  • Jökulsá á Fjöllum - ný brú
  • Jökulsá á Fjöllum - gamla brúin

Tölvugerð mynd af nýrri brú yfir Jökulsá á Fjöllum

stefnt að útboði í haust

6.6.2014

Stefnt er að því að bjóða út byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum í haust þannig að framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Stefnt er að því að þeim myndi ljúka árið 2016. Í fréttinni hér má sjá myndband af brúnni eins og hún kemur til með að líta út.


Hönnun og annar undirbúningur brúarinnar er langt kominn en kostnaður er áætlaður ríflega einn milljarður króna í heild. Gamla brúin er komin til ára sinna og burðarþolið lélegt. Eitt af markmiðum framkvæmdarinnar er einitt að tryggja þungaflutninga og greiðar samgöngur á milli Noður- og Austurlands auk þess að auka umferðaröryggi.

Sjá nánar í kynningarskýrslu.

Gamla brúin fær að standa en óheimilt verður að aka yfir hana eftir að nýja brúin er risin, en hún mun nýtast gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendum.


Jökulsá á Fjöllum - ný brú