Fréttir
  • Öxi - kynningarfundir

Kynningarfundir um Öxi

Mat á umhverfisáhrifum var kynnt á Djúpavogi og Egilsstöðum

9.12.2010

Dagana 7. og 8. desember voru opin hús á Djúpavogi og Egilsstöðum til kynningar á mati á umhverfisáhrifum fyrir veg yfir Öxi og Hringveg um Skriðdal og botn Berufjarðar. Heimamenn voru áhugasamir um fyrirhugaðar framkvæmdir og mættu um 40 manns á Djúpavogi og rúmlega 30 á Egilsstöðum. Kynningarnar gengu vel og voru bæði heimamönnum og starfsmönnum Vegagerðarinnar gagnlegar um ýmsa þætti tengda framkvæmdunum.

Þeir sem sáu um kynninguna voru Helga Aðalgeirsdóttir, Hafdís E. Jónsdóttir, Guðmundur Heiðreksson, Magnús Björnsson og Halldór S. Hauksson frá Vegagerðinni og Skarphéðinn Þórisson frá Náttúrustofu Austurlands mætti á opna húsið á Egilsstöðum til að kynna þær rannsóknir sem snéru að náttúrufari svæðisins.

 

Halldór Sveinn Hauksson á veghönnunardeild Vegagerðarinnar kynnir matið á fundinum á Djúpavogi:

Öxi - kynningarfundir

Öxi - kynningarfundir

 

Helga Aðalgeirsdóttir á veghönnunardeildinni með heimamönnum á Djúpavogi:

Öxi - kynningarfundir

Öxi - kynningarfundir

 

Hafdís Eygló Jónsdóttir á jarðfræðideild Vegagerðarinnar á fundinum á Egilsstöðum:

Öxi - kynningarfundir

Öxi - kynningarfundir

Öxi - kynningarfundir