Fréttir
  • Langferðabifreið

Áhugi á áætlunarakstri án styrkja

lokafrestur til þátttöku til 30. júlí

15.7.2010

 

Áhugi á því að taka að sér áætlunarakstur án styrkja hefur reysnt nokkur. Ljóst er að áhugi er það mikill á mörgum leiðum að velja þarf á milli rekstraraðila. Lokafrestur til að taka þátt í samkeppni um þennan akstur án styrkja er því gefinn til 30. júlí nk.

Áhugasamir skili upplýsingum til hagdeildar Vegagerðarinnar. Ekki þarf að endurnýja áður innsendar upplýsingar. 

 

Auglýsing um málið:

 

Áætlunarakstur á Íslandi

Í framhaldi af auglýsingu Vegagerðarinnar,  22. maí sl., eftir aðilum sem hefðu áhuga á að taka að sér áætlunarakstur án styrkja og fundi með rekstraraðilum í greininni þann 7. júlí sl. er hér með gefinn lokafrestur til þátttöku í samkeppni um akstur án styrkja á þeim leiðum sem fram koma í fyrrgreindri auglýsingu.

Í ljós kom áhugi rekstraraðila á að taka að sér  akstur án greiðslu á mörgum leiðum og þ.a.l. ljóst að velja þarf á milli rekstraraðila.

Frestur til þess að lýsa yfir áhuga á þátttöku rennur út 30. júlí nk. Eftir þann tíma verður ekki hægt að bætast í hóp þeirra aðila sem vilja taka að sér áætlunarakstur á framangreindum forsendum.

Upplýsingar um hvaða leiðir viðkomandi rekstraraðili hefur áhuga á, tíðni ferða og gjaldskrá óskast sendar til Hagdeildar Vegagerðarinnar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík eða á netfangið hagdeild@vegagerdin.is

Áður innsendar upplýsingar þarf ekki að endurnýja.