Fréttir
  • Sæfari

Reynslusigling gekk vel

Hinni nýju Grímseyjarferju, Sæfara, var siglt til reynslu á fimmtudag

14.12.2007

Nú er að ljúka þeim endurbótum sem Vélsmiðja Orms og Víglundar hefur unnið að á Grímseyjarferjunni Sæfara. Einn lokahnykkurinn í því ferli er reynslusigling sem farin var í gær 13. desember.

Tilgangurinn með reynslusiglingunni er að prufukeyra vélar skipsins. Siglingin tókst vel í gær og ekkert óvænt kom uppá.

Skipið lætur vel að stjórn og er lipurt að mati Jóns B. Björgvinssonar skipstjóra í ferðinni, en hann er hafnarvörður við Hafnarfjarðarhöfn.

Að loknum þessum hluta verksins verður farið í lokað útboð með það sem eftir er. En setja þarf nýja innganga á skipið, stjórnborðsmegin verður aðalinngangurinn í skipið en bakborðsmegin verður neyðarútgangur. Þetta er gert til að auka öryggi og bæta enn frekar aðgengi hreyfihamlaðra. Þá verður sett kæling í efri lest skipsins., komið fyrir gámafestingum á dekki og skipt um stál í byrðingi auk nokkurra fleiri smærri verka.

Saefari2



Saefari3