Fréttir
  • Sundabraut göng

Sundabraut - mat á umhverfisáhrifum - staða mála

Sundabraut áfangar 1 og 2

24.8.2007

Sundabraut 1. áfangi (Sundagöng og Eyjalausn að Gufunesi).

Drög að tillögu að matsáætlun voru í kynningu í sumar.

Athugasemdafrestur var framlengdur vegna sumarleyfa, en honum er nú lokið. Athugasemdir bárust frá tólf einstaklingum sem búa í nágrenni við Sæbraut og í Grafarvogi. Einnig bárust athugasemdir frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar, frá Húsfélaginu Hólmasundi 4-20 og frá íbúasamtökum í Grafarvogi, Laugardal, 3ja hverfi (Hlíðar, Holt og Norðurmýri) og Háaleiti norður. Alls bárust athugasemdir frá 18 aðilum.

Ábendingar og athugasemdir ásamt svörum framkvæmdaraðila munu birtast í matsáætlun sem lögð verður inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsstofnun mun auglýsa matsáætlunina eins og lög gera ráð fyrir og þá gefst aftur tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar.  

Sundabraut 2. áfangi (frá Gufunesi að Vesturlandsvegi á Kjalarnesi).

Tillaga að matsáætlun hefur verið til málsmeðferðar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, og bárust athugasemdir frá sex lögboðnum umsagnaraðilum. Einnig bárust athugasemdir frá Varmársamtökunum, Náttúruvaktinni og frá einstaklingum, alls frá 11 aðilum.

Framkvæmdaraðili,  Vegagerðin og Reykjavíkurborg fjalla nú um athugasemdir og ábendingar sem bárust og munu skila svörum til Skipulagsstofnunar fljótlega. Eftir að Skipulagsstofnun fær svör framkvæmdaaðila úrskurðar stofnunin hvort fallist verður á tillögu framkvæmdaraðila með eða án athugasemda.

Þegar matsáætlun hefur verið samþykkt hefst vinna framkvæmdaraðila við frummatsskýrslu og reiknað er með að sú vinna taki nokkra mánuði.